Saturday, December 8, 2007

Seríusjúklingur

Djö... er ég að standa mig hér á blogginu! eða þannig. Látum okkur nú sjá.. Afmæli á fimmtudaginn þarsíðasta þegar Íris Antonía varð 4 ára. Afmælisveislan á laugardaginn og svo jólahlaðborð á hótelinu um kvöldið. Partý milli mats og barsins þar sem Stjáni var að trúbba, partý eftir barinn og mín afrekaði svoldið sem mér hefur ekki tekist í mjög langann tíma. Ég var í partýi til 9 um morguninn!!!! já og ég hafði ekki hugmynd um að klukkan væri orðin svona margt, það var bara svo gaman. Eða þangað til sumir komu og eyðilögðu allt, ég ætla ekki nánar útí það. Sunnudagurinn var ónýtur. Mánudagurinn var erfiður og þriðjudagurinn ekki góður þar sem ég var að drepast í bakinu. Miðvikudagurinn var ekki góður heldur þar sem ég var hálf slöpp og kom engu í verk eftir vinnu. Á fimmtudaginn var heilsan þokkaleg og ég dreif mig út að henda upp jólaseríum og náði að koma helling upp. Á samt helling eftir og sérstaklega þar sem ég fór á Egilsstaði í dag og keypti fullt meira af seríum til að setja upp úti. Maður fer ekkert að slaka á í seríunum. Við mæðgur fórum sem sagt á Egilsstaði í morgun í klippingu og svona að útrétta eitthvað. Við vorum ekki komnar heim fyrr en 7 í kvöld og ég náði bara að henda upp tveimur inniseríum áður en kósíheitin tóku við. Þau eru semsagt í gangi núna. Ég er í hægindastólnum með tölvuna, nammi og vínber og að horfa á imbann með öðru. Ég get orðið ekki farið að sofa snemma þar sem hún Ásdís H. var svo æðisleg að útvega mér Grey´s Anatomy þættina úr 4 seríu og ég á 9 til að horfa á núna!! horfði reyndar á nokkra í nótt en ætli ég eigi ekki 3 eftir. Jökull kom svo í gær með flakkarann sinn og var að láta mig fá tónleika með Muse og hjá honum fékk ég slatta af bíómyndum og þar sem ég er búin að sprengja plássið á þessum 4 250GB flökkurum sem ég á þá varð ég að fá flakkarann hennar mömmu lánaðann en hann hefur staðið ósnertur í pakkningunum í nokkra mánuði þannig að það var minnsta málið að fá hann. Nú þarf ég svona 5 auka klukkutíma í sólarhringinn til að skipuleggja flakkarana svon það sé ekki allt út um allt á þeim öllum. Eins og flestir vita þá er ég mjög skipulögð. En jæja ætli ég fari ekki að horfa á Grey´s!!!! Góða helgi það sem eftir er af henni .. Kveðja Drabban

Friday, November 23, 2007

Allir komnir í kotið!!!

Enn ein vikan búin,, eða reyndar tvær síðan ég bloggaði síðast. Ég gerði ekkert um síðustu helgi þrátt fyrir að hafa planað hana. Við Helga ætluðum að vera á fullu að föndra jólakort til að selja á jólamarkaði sem verður á morgun en vegna veikinda Helgu á laugardeginum þá gerðum við ekkert. Ætli við höfum ekki náð að gera sitthvor tvö kortin á föstudagskvöldinu eftir að hafa gætt okkur á humar og hvítvíni. Júlla kíkti á okkur og við sátum bara og kjöftuðum en fengum aldrei jólaföndursandann yfir okkur enda allt of snemmt fyrir slíkt. Á sunnudeginum fór ég á Breiðdalsvík eftir hádegi, fór í Bowentíma til Eddu og fór svo á Egilsstaði til að taka á móti "unglingnum" mínum. Hún var loksins að koma heim, búin að vera í burtu síðan 23, okt. Hún fékk að fljóta með Snædísi og Selmu í flugi og ég tók þær svo með mér heim. Það var helv... hálka á Fagradal , ekki það skemmtilegasta sem ég geri að keyra í hálku en annast var leiðin heim fín. Ég get svarið það að það tók á að fá gemlinginn heim því meðan hún var í burtu þá fór ég að sofa um 12 eða 1 en fystu tvo dagana eftir að hún kom heim fórum við báðar að sofa milli 9 og 10 og ég held bara að í bæði skiptin hafi ég verið sofnuð á undan. Smá viðbrygði í gangi eftir að hafa verið svona lengi heima en ég er búin að jafna mig núna. Vikan leið mjög hratt og strax komin föstudagur. Við fórum í 2 ára afmæli til Henrý Daða frænda eftir vinnu í dag og þegar við komum heim var mamma að skríða inn um dyrnar, búin að vera fyrir sunnan í tvær vikur c.a. Þannig að núna erum við mæðgur allar heima og verðum það vonandi fram yfir jól. Á morgun ætla ég að fara með skvísuna í leikjatíma í íþróttahúsið, fara svo og fá okkur pylsu/pulsu á eftir eins og venjan er, ekki bara hjá okkur heldur er ákveðinn hópur sem fer alltaf saman eftir tíma. Svo er ég að fara að vera með bás á jólamarkaðinum sem er milli 2 og 4 á morgun í Löngubúðinni og ég ætla að selja eitthvað að eyrnalokkunum, armböndunum og hálsmenunum sem ég er búin að vera að föndra undanfarið. Annað er óráðið með helgina,, kannski maður reyni bara að slaka á og njóta þess að hafa félagsskap. Fyrsta skiptið í mjööööögggg langan tíma þá leiddist mér á laugardaginn síðasta, en ég var ekki lengi að finna ráð við því.. setti tónlist á í botn og þá gleymi ég mér alveg. Það var svo mikið rok og ég svo veðurhrædd og hvað þá þegar ég er ein heima, þannig að tónlistin bjargaði mér alveg. Jæja ætli ég láti þetta ekki nægja í bili.. Kveðja Drabban

Wednesday, November 14, 2007

Sviðamessa og svaka stuð!

Jæja það var víst verið að rukka mig um blogg um Sviðamessuna á hótelinu um helgina. Og ég sem hélt satt best að segja að það væri enginn að lesa þetta blogg mitt!! Gott mál ef einhver gerir það. Ég er búin að vera svo róleg yfir blogginu. En já hvar á maður að byrja frá síðasta bloggi. Ég er ein heima, búin að vera það í viku en búin að vera barnlaus í næstum 4 vikur!! Aldrei gerst áður að skvísan sé svona lengi frá mér. Þetta hefur nú samt bara verið bærilegt, ég hef alveg fundið mér nóg að gera og meira að segja svo mikið að sólarhringurinn mætti alveg vera lengri. Ég er að föndra eyrnalokka, armbönd og hálsmen. Er að fara að hella mér ásamt Helgu í jólakortagerð sem við ætlum að stefna að að selja á jólamarkaði. Ég hef "þurft" að fara út að ganga í síðustu viku vegna vöðvabólgu dauðans. Var svo slæm að mig svimaði og mér var flökurt. Annar handleggurinn á mér var vanvirkur og svo var ég með hausverk. Ég var búin að vera að drepast í bakinu alltaf á morgnana líka og búin að fara tvisvar til læknis og fá þau svör að þetta væri vöðvabólga í bakinu.. fékk þá ábendingu hvort rúmið mitt gæti kannski verið orðið lélegt! ég lét ekki segja mér það oftar en tvisvar og splæsti í nýtt rúm ferlíki sem er 193x203 og ég get sofið á hvaða hlið sem er í því því nóg er plássið. Ég er jú betri í bakinu og ákaflega ánægð með nýja rúmið. Ég er svo búin að fara tvisvar í Bowentækni tíma til að sjá hvort það hefur eitthvað að segja með að losna við vöðvabólgu. Það er helví.... notarlegt að fara í það og einstaklega afslappandi og ég hef fulla trú á að það sé að gera sig. Maður þarf víst að fara í 3 tíma til að það skili árangri og ég ætla í þann þriðja í næstu viku eða um helgina. Já á laugardaginn var svo sviðamessan og auðvitað skellti ég mér. Var alveg á báðum áttum fyrst en ákvað svo að drífa mig. Það var rosa fínt. Tónlistin góð, maturinn já bara eins og svið smakkast, og pizzan góð. Mér leist nú ekki á blikuna þegar maturinn var búinn og verið var að bíða eftir tónlistarshowinu,,,, kemur þá ekki Árni Johnsen upp á svið með gítarinn og tekur lagið!! ég var nú bara við það að komast í þjóðhátíðarstemmarann þegar hann loks hætti. Hann náði að rífa salinn upp með sér og fá flesta til að syngja. Já hann getur þetta kallinn! Málið var ekki að hann hafi verið FENGINN til að koma og spila! NEi nei hann á samt einhverjum vinin sínum sem er hótelstjóri einhversstaðar komu til að "njósna" og stela hugmyndinni um sviðamessuna. Þeir viðurkenndu það alveg og það var bara gott mál ef þetta er að spyrjast út hvað við kunnum að skemmta okkur vel hér á Congo. Eftir sjóvið var svo einhver dúddi ásamt öðrum að spila á kassagítara og þeir náðu alveg gríðalegri stemmningu og það var fullt af fólki á dansgólfinu allann tímann. Ég held að einhver hafi sagt mér að þessi gaur sem var að spila væri bróðir hans Didda (sigurjóns) en hinn veit ég ekkert um. Þegar tjúttið á hótelinu lauk þá fóru ég og 4 "útvaldir" hingað heim og við héldum áfram að dansa og hlusta á góða tónlist til 6 um morguninn. Já það er ekki hægt að segja annað en maður geti þetta enn!!! ég sem var farin að hafa áhyggjur af þessu! hef ekki getað tjúttað svona lengi í mjög langann tíma. Þessi vikan er svo bara búin að vera notarleg og róleg og ætli maður njóti þess bara ekki áfram fram að helgi að hafa það kósí ein heima!! Vona að einhver nenni að lesa þetta hjá mér.... reyniði svo að vera duglega að commenta hjá mér bara svo ég fái það á tilfinninguna að einhver nenni að fylgjast með mér¨!!!! Kveðja Drabban

Sunday, November 4, 2007

Helgin að lokum komin


Þá er hin árlega Lappaveisla í Hvoli yfirstaðin.. Það var svakalegt stuð eins og alltaf þegar þetta lið kemur saman.. Ég stakk af úr veislunni um 11 og fór í afmæli til Péturs pólska, hann var að halda upp á 32. ára afmælið sitt ásamt annarri konu frá póllandi. Þarna var samankomið lið frá íslandi og póllandi og mikið stuð, dansað og sungið. Það var eiginlega svoldið fyndið að þarna voru 5 stelpur frá Póllandi og 4 af þeim heita Agnescka!!! Þannig að ef þetta nafn var nefnt þá átti maður eins von á því að þær allar svöruðu nema þessi 5. sem heitir Eva. Ég skemmti mér rosalega vel og ég var ekki að fara heim fyrr en um 5 í morgun. Langt síðan ég hef verið svona lengi úti á rallinu. Ég var ekkert alltof hress í dag. Ekki góð samsetning að borða slátur og rófustöppu og drekka bjór og hvítvín ofan í allt það.. En ég var nú samt svoldið á fótum í dag enda ekki annað hægt þar sem það var að sjálfsögðu afgangsát hjá familíunni áður en liðið hélt suður á ný. Berglind, Birkir og Emelía Birta komu í heimsókn og það var æðislegt að hitta þau. Hún er nú meiri dúllan hún Emelía. Þau verða hér eitthvað á næstunni þannig að ég á eftir að njóta þess að hitta þau meira og aðeins hressar. Ég fór nú bara fram á náttfötunum. Alfa systir var hér. Ég sótti hana í flug á laugardaginn og svo fór hún með Óla og c.o aftur suður í dag.. Stutt stopp hjá henni en það er alltaf gaman að sjá hana. Hún Íris mín varð svo stóra systir í nótt. Fékk litla systur og hún er aðsjálfsögðu að springa úr stolti... Það er ekki annað sagt en að litla skvísan sé bara nokkuð lík Írisi þegar hún fæddist. Ég var búin að setja inn myndir á síðuna hennar Írisar. Nú er hún búin að vera í 12 daga á Akranesi og hún er ekkert farin að biðja um að koma heim. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá henni. Fara á fótboltaæfingu, í leikhús, bíða eftir syskininu og svo á hún líka svo mikið af ættingjum sem hún hefur ekki hitt svo lengi. Nóg að gera sem sagt hjá henni. Ég er búin að reyna að nota tímann svoldið meðan hún er ekki hér. Ég hef reynt að fara út að labba eftir vinnu, er búin að vera svo þreytt í bakinu. Ætli ég verði ekki að fara að fjárfesta mér í nýju rúmi. Er búin að vera að skoða nokkur. Það er svo ógeðslega dýrt að kaupa sér rúm!!! Ætli ég verði ekki að koma mér í mjúkin hjá vísa með að kaupa mér rúm! Það er svo ekkert plan á næstunni. Mamma er að fara suður á miðvikudaginn, fer til Danmerkur að hitta "fósturdæturnar" Höllu og Rögnu. Hún er að fara með Óla bróður sínum og Vigdísi. Ég verð ein í kotinu á meðan. Ætli ég njóti þess ekki bara að vera með tónlist á og halda áfram að fönda eyrnalokka og armbönd eins og ég hef stundum verið að dunda mér við. Ég finn mér alltaf eitthvað að gera þó svo að ég sé ein. Næstu helgi er svo Sviðamessan á hótelinu. Ég býst nú alveg við því að fara en ég er samt ekki alveg búin að ákveða mig. Kannski ekki sniðugt að fara að taka ákvarðanir um það svona á sunnudegi eftir djamm! sé til í vikunni þegar ég fer að gleym eftirköstum gærdagsins. En jæja nóg í dag.... kveðja Drabban

Sunday, October 28, 2007

Afmæli hjá Júllu vinkonu minni!!



Þessi skvísa var að halda upp á 30 ára afmælið sitt um helgina!! Það var svaka stuð og fullt af fólki að samgleðjast með henni. Þessi mynd af henni er reyndar síðan fyrir c.a. 18 árum!!! vá hrikalegt að geta sagt svona. En tíminn líður! Ég bjóst svo við því að eyða deginum í rúminu í dag í leti en þess í stað dreif ég mig út í gönguferð ásamt múttu og það var svo hressandi. Annars er dagurin búin að vera mjög rólegur. Fór í gott freyðibað, borðaði humarsúpu í kvöldmat, borðaði fullt af nammi og er bara í kósíheitum þessa stundina. Ætla að halda áfram að hafa kósíkvöld á næstunni meðan litla daman mín er ekki heima. Talaði við hana í dag og hún er bara voða sátt og enn að bíða eftir systkininu. Jæja þá kveð ég að sinni!!! Drabban

Wednesday, October 24, 2007

Tilviljanir eða ekki!!


Reykingar eru hættulegar!!! til eru beinar og óbeinar en hvað skildi það kallast með þessi gaur er að gera??? Annars er lítið að frétta héðan nema það rignir og rignir og það er rok og rok. Maður gerir lítið annað en að hanga inni. Skvísan komin á Skagann, fór víst á fótboltaæfingu í dag!!pabbi hennar er eitthvað að láta sig dreyma um að hún verði í landsliðinu þegar hún verður stór. Sé dramadrottninguna ekki alveg fyrir mér í því en hver veit. Hún hefur upphafsstafina Í.A. (Ó) og fór á æfingu með Í.A!!! Sumir vildu meina að pabbi hennar hefði fengið að ráða nafninu en það var ég sem stakk upp á því. Hún var með gulu þegar hún fæddist og með svart hár. Svartur og gulur eru jú litir Í.A þannig að kannski er henni ætlað að spila fótbolta á Skaganum. Tilviljanir eða ekki!! Farin að glápa á imbann! kveðja Drabban

Tuesday, October 23, 2007

Músin mín farin í bili!!!



Jæja þá er litla skellibjallan mín farin á Skagann. Hún fór til pabba síns og Siggu (stjúpu) til að vera í svoldin tíma. Hún fór að taka á móti litla systkyninu sem hún er að fara að eignast fljótlega (vonandi). Það er áætlað þann 1.nóv. Hún er bara búin að vera að bíða eftir þessu síðan í sumar þegar henni var sagt að hún væri að verða stórasystir. Ég er alls ekki vön því að hún fari í lengri tíma frá mér en ég verð að herða mig og reyna að njóta tímans vel. Kannski ég geri eitthvað sem ég geri vanalega ekki þegar hún er hjá mér. Tek kannski fram gítarinn og slæ á nokkra strengi. Mér er boðið í 30. afmæli hjá Júllu vinkonu um helgina og ég ætla að eyða svoldnum tíma með henni fram að helgi og hjálpa henni að gera klárt fyrir herlegheitin. Annars verður bara á næstunni legið í dvd og reynt að bæta sér upp dvd leysið. Ég er orðin voða löt við að horfa á eitthvað. Sofna helst áður en 10 mínútur eru liðnar. Annars er ekki mikið í fréttum héðan af Congo. Engar fréttir hljóta að vera góðar fréttir!! Er þá ekki bara best að drattast í háttinn og setja eina dvd í tækið til að sofna yfir!! Kveðja Drabban

Thursday, October 18, 2007

Bling bling!

Jæja ætli það sé nu ekki komin tími til að skrifa hér inn. Helgin síðasta var alveg dásamleg. Við Júlla brunuðum af stað til Reykjavíkur á fimmtudaginn eftir vinnu þó svo að spáin væri ekki neitt spes. Það var í lagi með veðrið engu að síður fyrir utan smá rok við Vík. Við komum til Ölfu um 11, fórum eiginlega bara beint að sofa þar sem við vorum hálf þreyttar eftir keyrsluna. Ég fór svo í klippingu á föstudagsmorguninn á meðan Júlla fór til læknis. Síðan kíktum við aðeins í búðir og brunuðum svo til Keflavíkur þar sem Kristjana tók á móti okkur. Um kvöldið var tappinn tekinn úr hvítvíninu og farið í náttbuxurnar og hlýrabolinn og hellt sér í kósíheitin. Það var ekkert smá kósí hjá okkur og kvöldið æðislegt í alla staði!! Það kíktu nú einn og einn af vinum hennar í heimsókn og þau voru öll svo skemmtileg að það var sko ekki til að skemma. Við útbjuggum svo smá rétt fyrir afmælisveisluna sem var á laugardaginn. Laugardagurinn var æðislegur líka. Afmælið var svo haldið í sal í miðbænum. Þvílíkar kræsingar og það var fullt af fólki sem mætti en við þekktum nú ekki marga. Siggi og Teddi voru þar og við þekkjum þá og svo var Maggi Tóka sem er kærasti vinkonu Kristjönu og ég kannaðist svoldið við hann síðan ég bjó í bænum. Hann bara bjargaði kvöldinu fyrir okkur. Hann reitti svo af sér brandara og við lágum úr hlátri. Kristjana byrjaði á því að draga okkur Júllu upp til að taka lagið með sér og vinur hennar spilaði undir á gítar. Þegar afmælið var að enda og staðurinn að opna fyrir almenning kíktum við Júlla aðeins á pöbbarölt en við höfðum svo sem ekki mikið út úr því. Það má nú segja að Keflavík sé orðið undirlagt af pólverjum!!! við vorum víst allt of snemma á ferðinni því það gildir víst þarna að pólverjarnir fara snemma á djammið og djamma flestir til svona 1-2 en þá fara íslendingarnir á rallið!! við nenntum nú ekki að bíða eftir þeim. Heilsuðum upp á Unnar og Ínu og drifum okkur svo heim að sofa. Við áttum svo kósístund með Kristjönu á sunnudeginum áður en við rúlluðum okkur af stað austur. Þetta var yndisleg helgi í alla staði. Nema að þegar við vorum að koma út úr göngunum við Almannaskarðið þá var bíll á undan okkur út og gaf svo stefnuljós og beygði en náði ekki beygjunni og kastaðist útaf. Okkur brá hrikalega og hentumst út úr bílnum til að athuga hvort ekki væri í lagi með þá sem voru í bílnum. Jú út stigu þrír 17 ára strákar frá Höfn og allir ómeiddir fyrir utan smá eymsli í bringunni eftir öryggsibeltin. Höggið var það mikið að loftpúðarnir báðum megin fram í sprungu út. Við biðum með þeim þar til þeir voru sóttir og löggan búin að spyrja okkur út úr. Sá sem var að keyra var búin að vera með próf í viku, en hann var alls ekki að keyra hratt eða neitt slíkt, bara náði ekki beygjunni. Við skiluðum okkur heim um 10. Vikan er svo búin að líða ótrúlega hratt. Starfsdagur í vinnunni á morgun. Auður ætlar að taka fyrir mig ungann minn og passa á meðan. Svo ætla ég bara að njóta helgarinnar. Gera ekkert sérstakt. Jæja ætli ég hætti ekki bara að blaðra og fari í íþróttafötin þar sem ég er að fara í badminton í fyrsta skipti í langan tíma. Kveðja Drabban

Wednesday, October 10, 2007

Keflavík tomorrow



Þetta tré er H.C Andersen tréið sem er í Danmörku. Í þetta tré eru skorin út persónur úr ævintýrum H.C. Andersens. Þetta er ekk alveg nógu góð mynd til að sjá nákvæmlega hvað er skorið út í tréið en þar sem þessi mynd er tekin út úr glugga á bíl, nánast á ferðinni, en þeir sem ætla að ferðast um Danmörku gætu sett þetta á listann yfir þá staði sem á að skoða.

Annars erum við Júlla að leggja í hann eftir vinnu hjá mér á morgun, ekkert spes spáin, en við látum ekkert stoppa okkur. Gistum hjá Ölfu systur eina nótt og förum svo á föstudaginn til Keflavíkur.

Þar sem ég reikna ekki með að rita meira hér inn fyrir helgina þá ætla að nota tækifærið og segja

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU EYDÍS MÍN Á MORGUN ÞANN 11!

Ég ætla bara að vera stuttorð núna, þarf að spara mig fyrir Júllu og ferðina okkar suður því þurfum svo sannarlega að getað spjallað saman. Ég hef samt engar áhyggjur að við verðum eitthvað uppiskroppa með umræðuefni! Annars segi ég bara snemma Góða helgi. Kveðja Drabban

Monday, October 8, 2007

Lítill kroppur með stóra fætur!







Eru þetta ekki full stórir fætur á svona lítinn kropp!! Allt gott að frétta. Einhver uppsöfnuðu þreyta í gangi. Hef yfirleitt farið að sofa um 11 en síðustu viku og enn í gær þá hef ég ekki komið mér í koju fyrr en um 1 og það er allt of seint fyrir mig þar sem ég þarf alveg 11 tíma svefn! Spurning um að fara mjög snemma að sofa í kvöld. Ekki veitir af að safna orku fyrir næstu helgi þar sem ég er að fara til Reykjavíkur og til Keflavíkur ásamt Júllu vinkonu. Það verður ekki gefið alveg strax upp hvað við erum að fara að gera en ég er samt að fara í klippingu á föstudaginn á Soho! Komin með svakalegann lubba! Hárbandið eina sem dugar. Það er alveg skítkalt hér en alveg glampandi sól og fallegt veður og það var alveg fullt af fólki í gönguferð seinnipartinn. Jæja kveðja í bili Drabban

Sunday, October 7, 2007



Þá er það á hreinu að haustið er komið. Þvílíkur skítakuldi!!! En ég skellti mér á djammið í gær !!! Það fer að verða fréttnæmt dæmi því ég er orðin svo löt við þetta. En Malin og Jón Einar voru að spila milli 10 og 12 og ég mætti upp úr 10. Það var mjög gaman. Ég fékk mér smá öllara en ekkert mikið. Endaði kvöldið á rúntinum til 5 í morgun. Var bara með steiktu fólki en skemmti mér voða vel. Það er ekki hægt að segja annað en að ég hafi alveg fundið fyrir því að ég var að djamma í gær. Ekkert slæmt samt en ég hafði það allavega af að fara í 5ára afmæli til hennar Hafrúnar frænku minnar. Annars fór dagurinn í tiltekt og skipulag, endur skipulagði í alla 18 eða eitthvað kassana mína. Fæ aldrei nóg af því að skipuleggja!!! En þessi mynd sem fylgir með er tekin í gönguferð út í Æðarsteinsvita í fyrravor. Sá þennan litla álf út úr hól og gat ekki annað en smellt mynd af honum. Kveðja Drabban

Saturday, October 6, 2007


Já svona eru hlutirnir einfaldir í Kína! maður þarf lítið sem ekkert að hafa fyrir því að skipta á krökkum. Engin fyrirhöfn að rífa þau úr að neðan til að ná bleiunni. Nei bara haft opið bleiusvæðið á fatnaði barnanna!!! Hér er kannski ekki alveg verið að hugsa um útlitið, en sniðugt engu að síður.

Þessa mynd tók mamma í apríl þegar hún var í Kína. Annars er það plan dagsins að gera sem minnst en kíkja svo á barinn í kvöld og hlusta á Malin og Jón Einar spila. Afmælisbarn dagsins er hún Heiða!! Til hamingju með daginn vinkona!!! 26 ára í dag. Kveðja Drabban

Friday, October 5, 2007

Home sweet home


Jæja! þá er að virkja sig aftur í skáldskapinn! Fréttir!! engar merkilegar. Búin að fara tvisvar til Reykjavíkur í lækniserindi, annað fyrir mig og hitt fyrir Írisi . Það var engin leið að fá tíma fyrir okkur á sama tíma sem þýddu tvær ferðar suður. Ekki það ódýrasta að sendast svona en með góðri hjálp hjá Visa þá tókst þetta þó eftirköstin verði einhver(þegar vísareikningurinn kemur). Ég keypti mér bíl um daginn! loksins kannski. Mér hefur kannski ekki hingað til vantað bíl en svo kom svona þörf fyrir að eiga slíka.Mamma verður fyrir sunnan eitthvað á næstunni sem þýðir það að ég hefði verið bíllaus og það er ekkert skemmtilegt þegar maður á krakka sem er óendanlega lengi að koma sér út úr húsi á morgnana. Hefði bara verið ávísun á seina mætingu í vinnu á hverjum degi. En nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því lengur. Ég keypti mér Subaru Legacy, sedan hvítan samlitann. Mjög flottur nema hann er ekki á neitt sérstökum felgum. Ég leitaði um allt í bænum af álfelgum sem mig langaði í en ég fann engar. Læt þessar duga út veturinn og fæ mér nýjar fyrir sumarið. Annars er allt gott að frétta, er að fara að halda snyrtivörukinningu hjá mér í dag klukkan 5. Krissa kemur með vörur frá Avon og ég hóa í lið. Mjög góðar vörur á litlu verði. Ég er heima í dag, Íris var lasin í nótt og er hálf ræfilsleg í dag en hún er öll að koma til. Mér leiðist það afskaplega að hanga heima þegar ég veit að ég á að vera í vinnunni en það er víst ekkert við því að gera! En jæja kannski maður fari að finna sér eitthvað að gera! Kveðja Drabban
p.s það verður svona þema hjá mér á blogginu að henda inn ýmsum myndum annað slagið!!


Wednesday, October 3, 2007

myndatilraun

ég var nú bara að athuga hvort það væri hægt að setja inn myndir hér á þetta blogg þar sem það var ekki að gera sig á því gamla. kveðja Drabban

Gafst upp á gamla blogginu

Jæja ætli það sé ekki best að gera tilraun til að blogga á nýjum stað þar sem hitt bloggið er farið í hundana og skilar ekki neinum texta inn. Nú er að sjá hvernig þetta stendur sig já og líka hvernig bloggarinn sjálfur stendur sig eftir svona langa pásu!!!!