Þetta tré er H.C Andersen tréið sem er í Danmörku. Í þetta tré eru skorin út persónur úr ævintýrum H.C. Andersens. Þetta er ekk alveg nógu góð mynd til að sjá nákvæmlega hvað er skorið út í tréið en þar sem þessi mynd er tekin út úr glugga á bíl, nánast á ferðinni, en þeir sem ætla að ferðast um Danmörku gætu sett þetta á listann yfir þá staði sem á að skoða.
Annars erum við Júlla að leggja í hann eftir vinnu hjá mér á morgun, ekkert spes spáin, en við látum ekkert stoppa okkur. Gistum hjá Ölfu systur eina nótt og förum svo á föstudaginn til Keflavíkur.
Þar sem ég reikna ekki með að rita meira hér inn fyrir helgina þá ætla að nota tækifærið og segja
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU EYDÍS MÍN Á MORGUN ÞANN 11!
Ég ætla bara að vera stuttorð núna, þarf að spara mig fyrir Júllu og ferðina okkar suður því þurfum svo sannarlega að getað spjallað saman. Ég hef samt engar áhyggjur að við verðum eitthvað uppiskroppa með umræðuefni! Annars segi ég bara snemma Góða helgi. Kveðja Drabban
2 comments:
Flott útlit á nýja blogginu. Vildum bara kasta kveðju á þig, gæskan. Góða skemmtun í ferðalaginu. Knús til allra. Halla og Ragna
Hæ dúllus, farðu að koma í sveitina hjá mér. Það verður bráðum uppskeruhátið á Kiðjabergi, var að setja á flöskur þetta líka fína og flotta hvítvín, ekkert sull eins og í gamla daga. Anyways, Emelía Birta er komin með síðu á barnaneti gæskan. Knús knús
Post a Comment