Thursday, October 18, 2007

Bling bling!

Jæja ætli það sé nu ekki komin tími til að skrifa hér inn. Helgin síðasta var alveg dásamleg. Við Júlla brunuðum af stað til Reykjavíkur á fimmtudaginn eftir vinnu þó svo að spáin væri ekki neitt spes. Það var í lagi með veðrið engu að síður fyrir utan smá rok við Vík. Við komum til Ölfu um 11, fórum eiginlega bara beint að sofa þar sem við vorum hálf þreyttar eftir keyrsluna. Ég fór svo í klippingu á föstudagsmorguninn á meðan Júlla fór til læknis. Síðan kíktum við aðeins í búðir og brunuðum svo til Keflavíkur þar sem Kristjana tók á móti okkur. Um kvöldið var tappinn tekinn úr hvítvíninu og farið í náttbuxurnar og hlýrabolinn og hellt sér í kósíheitin. Það var ekkert smá kósí hjá okkur og kvöldið æðislegt í alla staði!! Það kíktu nú einn og einn af vinum hennar í heimsókn og þau voru öll svo skemmtileg að það var sko ekki til að skemma. Við útbjuggum svo smá rétt fyrir afmælisveisluna sem var á laugardaginn. Laugardagurinn var æðislegur líka. Afmælið var svo haldið í sal í miðbænum. Þvílíkar kræsingar og það var fullt af fólki sem mætti en við þekktum nú ekki marga. Siggi og Teddi voru þar og við þekkjum þá og svo var Maggi Tóka sem er kærasti vinkonu Kristjönu og ég kannaðist svoldið við hann síðan ég bjó í bænum. Hann bara bjargaði kvöldinu fyrir okkur. Hann reitti svo af sér brandara og við lágum úr hlátri. Kristjana byrjaði á því að draga okkur Júllu upp til að taka lagið með sér og vinur hennar spilaði undir á gítar. Þegar afmælið var að enda og staðurinn að opna fyrir almenning kíktum við Júlla aðeins á pöbbarölt en við höfðum svo sem ekki mikið út úr því. Það má nú segja að Keflavík sé orðið undirlagt af pólverjum!!! við vorum víst allt of snemma á ferðinni því það gildir víst þarna að pólverjarnir fara snemma á djammið og djamma flestir til svona 1-2 en þá fara íslendingarnir á rallið!! við nenntum nú ekki að bíða eftir þeim. Heilsuðum upp á Unnar og Ínu og drifum okkur svo heim að sofa. Við áttum svo kósístund með Kristjönu á sunnudeginum áður en við rúlluðum okkur af stað austur. Þetta var yndisleg helgi í alla staði. Nema að þegar við vorum að koma út úr göngunum við Almannaskarðið þá var bíll á undan okkur út og gaf svo stefnuljós og beygði en náði ekki beygjunni og kastaðist útaf. Okkur brá hrikalega og hentumst út úr bílnum til að athuga hvort ekki væri í lagi með þá sem voru í bílnum. Jú út stigu þrír 17 ára strákar frá Höfn og allir ómeiddir fyrir utan smá eymsli í bringunni eftir öryggsibeltin. Höggið var það mikið að loftpúðarnir báðum megin fram í sprungu út. Við biðum með þeim þar til þeir voru sóttir og löggan búin að spyrja okkur út úr. Sá sem var að keyra var búin að vera með próf í viku, en hann var alls ekki að keyra hratt eða neitt slíkt, bara náði ekki beygjunni. Við skiluðum okkur heim um 10. Vikan er svo búin að líða ótrúlega hratt. Starfsdagur í vinnunni á morgun. Auður ætlar að taka fyrir mig ungann minn og passa á meðan. Svo ætla ég bara að njóta helgarinnar. Gera ekkert sérstakt. Jæja ætli ég hætti ekki bara að blaðra og fari í íþróttafötin þar sem ég er að fara í badminton í fyrsta skipti í langan tíma. Kveðja Drabban