Thursday, April 17, 2008

Ég á slatta eftir ef einhver hefur áhuga







Ef einhvern vantar hálsmen,eyrnalokka eða armbönd þá á ég enn eftir slatta til sölu. Bara koma og skoða. Myndirnar eru bara sýnishorn,, sjón er sögu ríkari!,,
Kveðja Drabban

Wednesday, April 16, 2008

Endalaus veikindi hér á heimilinu

Iss! ég fæ nú ekki mörg stig fyrir að vera dugleg að blogga! en svona er þetta nú bara, mig vantar innblástur í bloggið. Netið hjá mér hefur verið ótrulega leiðinlegt undanfarið, ég dett stöðugt út og þarf endalaust að vera að endurstarta routernum. Ég held að málið sé að ég er búin að vera svoldið húkt á facebook og síðan mín var orðin svoldið full af allskyns dóti eins og myndböndum og áframsendum pósti. Ég tók mig því til í gær og henti nánast öllu slíku út og ég held svei mér að netið sé búið að haldast inni síðan. Við mæðgur erum heima í dag, í gær og á morgun vegna veikinda ungans. Hún er svo kvefuð og slöpp en hitalaus. Tók upp á því í morgun að æla í 4 klukkustundir. Það hefur lítið verið gert þó maður sé heima. Nánast þurft að liggja uppi í rúmi með skvísunni og þjónustað hana út í eitt. Hún finnur svo fyrir því að amman er ekki heima til að vorkenna henni líka. Hún er vön því að fá tvöfalda vorkun en þar sem mamma er fyrir sunnan þá er það bara ég sem er að stjana við hana í veikindunum. En það er svo sem ekkert að því að gera ekki neitt og hanga bara heima. Maður slakar þá alla vega vel á og hleður batteríð þó útivera sé kannski eitthvað sem manni langar mikið í núna. Það hefur ekkert spennandi gerst í lífi mínu undanfarið sem vert er að blogga um. Nú fer bara að styttast í að ég fari til New York með stelpunum úr menntó. Það verður feikna stuð, komin dagskrá og mér líst þrusuvel á. Gott þegar einhver annar nennir að skipuleggja fyrir mann. Eina sem ég sá að planinu var að það er verslunarferð daginn eftir djammið og þeir sem þekkja mig vita það að ég er ekki mikil manneskja daginn eftir kvöldið áður svo það er annaðhvort fyrir mig að taka á djamminu og versla kannski ekki neitt eða þá að vera afar róleg á djamminu og geta verslað því um meir. Ég bíst nú alveg við því að ég taki búðirnar fram yfir djammið. Held mig bara með einni sem er ólétt og verður því sennilega í óáfengu drykkjunum. Fínt ef maður er ekki sú eina sem er ekki að sötra. Að öðru þá var ég loksins að fá mótorinn í hlaupabrettið, búin að bíða í 4 mánuði. Fékk rafvirkjann í fyrradag til að henda honum í svo ég gæti farið að byrja að hreyfa mig. en nei nei um leið og brettið fór í gang heyrðist hvellur og það gaus upp einhver úrbræðslulykt og þá dó einhver annar hlutur í því!!!! ég var svo ekki ánægð. Ef ég þarf að bíða eftir að þetta blessaða bretti fari að fara í gang þá er það á hreinu að ég skila því og heimta endurgreitt!!!! ég er búin að fá nóg af þessu. Mér er greinilega ekki ætlað að ná af mér þessum helv... aukakílóum. Ég þarf eiginlega að fara að gera eitthvað í mínum málum því ég er svoldið tæp á að fá sykursýki samkvæmt síðustu blóðprufu. Þarf svo að passa mig á því hvað ég borða og þarf að fara að hreyfa mig. Ég er ekki spennt fyrir því að fara í íþróttahúsið því þar snúa brettin bæði upp að hvítum veggnum og ekki neitt til að horfa á eða lesa. Bara snjóhvítur veggurinn. Ég er ekki heldur spennt fyrir því að vera þar þegar einhver er þar sem ekki er að hlusta á sína tónlist. Eða þegar ég þarf að hlusta á dægurmálaútvarpið! Já það vantar svoldið að gera þennan tækjasal hér í íþróttahúsinu meira aðlaðandi. Jæja nóg af voli í dag. Kveðja Drabban