Wednesday, October 10, 2007

Keflavík tomorrow



Þetta tré er H.C Andersen tréið sem er í Danmörku. Í þetta tré eru skorin út persónur úr ævintýrum H.C. Andersens. Þetta er ekk alveg nógu góð mynd til að sjá nákvæmlega hvað er skorið út í tréið en þar sem þessi mynd er tekin út úr glugga á bíl, nánast á ferðinni, en þeir sem ætla að ferðast um Danmörku gætu sett þetta á listann yfir þá staði sem á að skoða.

Annars erum við Júlla að leggja í hann eftir vinnu hjá mér á morgun, ekkert spes spáin, en við látum ekkert stoppa okkur. Gistum hjá Ölfu systur eina nótt og förum svo á föstudaginn til Keflavíkur.

Þar sem ég reikna ekki með að rita meira hér inn fyrir helgina þá ætla að nota tækifærið og segja

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU EYDÍS MÍN Á MORGUN ÞANN 11!

Ég ætla bara að vera stuttorð núna, þarf að spara mig fyrir Júllu og ferðina okkar suður því þurfum svo sannarlega að getað spjallað saman. Ég hef samt engar áhyggjur að við verðum eitthvað uppiskroppa með umræðuefni! Annars segi ég bara snemma Góða helgi. Kveðja Drabban

Monday, October 8, 2007

Lítill kroppur með stóra fætur!







Eru þetta ekki full stórir fætur á svona lítinn kropp!! Allt gott að frétta. Einhver uppsöfnuðu þreyta í gangi. Hef yfirleitt farið að sofa um 11 en síðustu viku og enn í gær þá hef ég ekki komið mér í koju fyrr en um 1 og það er allt of seint fyrir mig þar sem ég þarf alveg 11 tíma svefn! Spurning um að fara mjög snemma að sofa í kvöld. Ekki veitir af að safna orku fyrir næstu helgi þar sem ég er að fara til Reykjavíkur og til Keflavíkur ásamt Júllu vinkonu. Það verður ekki gefið alveg strax upp hvað við erum að fara að gera en ég er samt að fara í klippingu á föstudaginn á Soho! Komin með svakalegann lubba! Hárbandið eina sem dugar. Það er alveg skítkalt hér en alveg glampandi sól og fallegt veður og það var alveg fullt af fólki í gönguferð seinnipartinn. Jæja kveðja í bili Drabban

Sunday, October 7, 2007



Þá er það á hreinu að haustið er komið. Þvílíkur skítakuldi!!! En ég skellti mér á djammið í gær !!! Það fer að verða fréttnæmt dæmi því ég er orðin svo löt við þetta. En Malin og Jón Einar voru að spila milli 10 og 12 og ég mætti upp úr 10. Það var mjög gaman. Ég fékk mér smá öllara en ekkert mikið. Endaði kvöldið á rúntinum til 5 í morgun. Var bara með steiktu fólki en skemmti mér voða vel. Það er ekki hægt að segja annað en að ég hafi alveg fundið fyrir því að ég var að djamma í gær. Ekkert slæmt samt en ég hafði það allavega af að fara í 5ára afmæli til hennar Hafrúnar frænku minnar. Annars fór dagurinn í tiltekt og skipulag, endur skipulagði í alla 18 eða eitthvað kassana mína. Fæ aldrei nóg af því að skipuleggja!!! En þessi mynd sem fylgir með er tekin í gönguferð út í Æðarsteinsvita í fyrravor. Sá þennan litla álf út úr hól og gat ekki annað en smellt mynd af honum. Kveðja Drabban