Sunday, October 7, 2007



Þá er það á hreinu að haustið er komið. Þvílíkur skítakuldi!!! En ég skellti mér á djammið í gær !!! Það fer að verða fréttnæmt dæmi því ég er orðin svo löt við þetta. En Malin og Jón Einar voru að spila milli 10 og 12 og ég mætti upp úr 10. Það var mjög gaman. Ég fékk mér smá öllara en ekkert mikið. Endaði kvöldið á rúntinum til 5 í morgun. Var bara með steiktu fólki en skemmti mér voða vel. Það er ekki hægt að segja annað en að ég hafi alveg fundið fyrir því að ég var að djamma í gær. Ekkert slæmt samt en ég hafði það allavega af að fara í 5ára afmæli til hennar Hafrúnar frænku minnar. Annars fór dagurinn í tiltekt og skipulag, endur skipulagði í alla 18 eða eitthvað kassana mína. Fæ aldrei nóg af því að skipuleggja!!! En þessi mynd sem fylgir með er tekin í gönguferð út í Æðarsteinsvita í fyrravor. Sá þennan litla álf út úr hól og gat ekki annað en smellt mynd af honum. Kveðja Drabban

1 comment:

Anonymous said...

Djös dugnaður í blogginu, ánægð með þig;)