Saturday, October 6, 2007


Já svona eru hlutirnir einfaldir í Kína! maður þarf lítið sem ekkert að hafa fyrir því að skipta á krökkum. Engin fyrirhöfn að rífa þau úr að neðan til að ná bleiunni. Nei bara haft opið bleiusvæðið á fatnaði barnanna!!! Hér er kannski ekki alveg verið að hugsa um útlitið, en sniðugt engu að síður.

Þessa mynd tók mamma í apríl þegar hún var í Kína. Annars er það plan dagsins að gera sem minnst en kíkja svo á barinn í kvöld og hlusta á Malin og Jón Einar spila. Afmælisbarn dagsins er hún Heiða!! Til hamingju með daginn vinkona!!! 26 ára í dag. Kveðja Drabban

No comments: