Friday, October 5, 2007

Home sweet home


Jæja! þá er að virkja sig aftur í skáldskapinn! Fréttir!! engar merkilegar. Búin að fara tvisvar til Reykjavíkur í lækniserindi, annað fyrir mig og hitt fyrir Írisi . Það var engin leið að fá tíma fyrir okkur á sama tíma sem þýddu tvær ferðar suður. Ekki það ódýrasta að sendast svona en með góðri hjálp hjá Visa þá tókst þetta þó eftirköstin verði einhver(þegar vísareikningurinn kemur). Ég keypti mér bíl um daginn! loksins kannski. Mér hefur kannski ekki hingað til vantað bíl en svo kom svona þörf fyrir að eiga slíka.Mamma verður fyrir sunnan eitthvað á næstunni sem þýðir það að ég hefði verið bíllaus og það er ekkert skemmtilegt þegar maður á krakka sem er óendanlega lengi að koma sér út úr húsi á morgnana. Hefði bara verið ávísun á seina mætingu í vinnu á hverjum degi. En nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því lengur. Ég keypti mér Subaru Legacy, sedan hvítan samlitann. Mjög flottur nema hann er ekki á neitt sérstökum felgum. Ég leitaði um allt í bænum af álfelgum sem mig langaði í en ég fann engar. Læt þessar duga út veturinn og fæ mér nýjar fyrir sumarið. Annars er allt gott að frétta, er að fara að halda snyrtivörukinningu hjá mér í dag klukkan 5. Krissa kemur með vörur frá Avon og ég hóa í lið. Mjög góðar vörur á litlu verði. Ég er heima í dag, Íris var lasin í nótt og er hálf ræfilsleg í dag en hún er öll að koma til. Mér leiðist það afskaplega að hanga heima þegar ég veit að ég á að vera í vinnunni en það er víst ekkert við því að gera! En jæja kannski maður fari að finna sér eitthvað að gera! Kveðja Drabban
p.s það verður svona þema hjá mér á blogginu að henda inn ýmsum myndum annað slagið!!


No comments: