Wednesday, March 19, 2008

Gleðilega páska


Jæja þá er maður loksins komin í páskafrí! Ég byrjaði óvart einum degi fyrr en ég átti en það er vegna þess að Írisin er orðin veik og var kominn með hita og magaverki í nótt svo við vorum heima í dag. Mamma er líka svo veik að hún er búin að vera í rúminu í þrjá daga og svo slöpp að það var ekki einu sinni inn í myndinni að skilja Írisi eftir hjá henni svo ég gæti farið í vinnu. Ég var heima í dag og að stjana við þær eða "stjána" eins og Íris segir alltaf. Þær hafa því báðar verið í rúminu í allann dag og báðar þræl slappar. Ég hef það sem viðmiðun að dóttir mín er veik og það mikið þegar hún getur ekki sungið og talar ekki mikið. Og þannig er hún einmitt búin að vera í dag. Þögul sem steinn! Ég afrekaði svoldið í dag sem ég hef aldrei gert áður og hef eiginlega forðast að takast á við í mörg ár. En það er að elda KJÖTSÚPU! Ef það er eitthvað sem mér finnst leiðinlegt þá er það að elda. En maður verður nú að fara að taka sig á í eldhúsinu. Ég hef svo sem ekki gert mikið í dag fyrir utan að liggja hjá krílinu mínu og halda í hendina á henni. Ég þeyttist þó með ryksuguna um húsið meðan þær hvíldu sig yfir teiknimynd. Alfa systir er að koma á eftir. Við bíðum spenntar eftir henni. Hún er að koma með Óla, Vigdísi, Regínu og Birni. Alfa er að koma klifjuð páskaeggjum sem hún hefur fengið gefins og ætlar að deila með okkur! Planið er svo bara að slaka á í faðmi fjölskyldunnar, borða, kannski djamma á laugardagskvöldið ef það verður þá eitthvað um að vera. Það er vonandi að krakkinn hressist því hún ætlar að vera á Skaganum um páskana. En eins og staðan er núna er hún ekkert að fara í bili. En jæja kannski maður fari að glápa á imbann. Segi bara gleðilega páska! Reikna ekki með að blogga meira um páskana, en hver veit. Kveðja Drabban