Wednesday, October 24, 2007

Tilviljanir eða ekki!!


Reykingar eru hættulegar!!! til eru beinar og óbeinar en hvað skildi það kallast með þessi gaur er að gera??? Annars er lítið að frétta héðan nema það rignir og rignir og það er rok og rok. Maður gerir lítið annað en að hanga inni. Skvísan komin á Skagann, fór víst á fótboltaæfingu í dag!!pabbi hennar er eitthvað að láta sig dreyma um að hún verði í landsliðinu þegar hún verður stór. Sé dramadrottninguna ekki alveg fyrir mér í því en hver veit. Hún hefur upphafsstafina Í.A. (Ó) og fór á æfingu með Í.A!!! Sumir vildu meina að pabbi hennar hefði fengið að ráða nafninu en það var ég sem stakk upp á því. Hún var með gulu þegar hún fæddist og með svart hár. Svartur og gulur eru jú litir Í.A þannig að kannski er henni ætlað að spila fótbolta á Skaganum. Tilviljanir eða ekki!! Farin að glápa á imbann! kveðja Drabban

Tuesday, October 23, 2007

Músin mín farin í bili!!!



Jæja þá er litla skellibjallan mín farin á Skagann. Hún fór til pabba síns og Siggu (stjúpu) til að vera í svoldin tíma. Hún fór að taka á móti litla systkyninu sem hún er að fara að eignast fljótlega (vonandi). Það er áætlað þann 1.nóv. Hún er bara búin að vera að bíða eftir þessu síðan í sumar þegar henni var sagt að hún væri að verða stórasystir. Ég er alls ekki vön því að hún fari í lengri tíma frá mér en ég verð að herða mig og reyna að njóta tímans vel. Kannski ég geri eitthvað sem ég geri vanalega ekki þegar hún er hjá mér. Tek kannski fram gítarinn og slæ á nokkra strengi. Mér er boðið í 30. afmæli hjá Júllu vinkonu um helgina og ég ætla að eyða svoldnum tíma með henni fram að helgi og hjálpa henni að gera klárt fyrir herlegheitin. Annars verður bara á næstunni legið í dvd og reynt að bæta sér upp dvd leysið. Ég er orðin voða löt við að horfa á eitthvað. Sofna helst áður en 10 mínútur eru liðnar. Annars er ekki mikið í fréttum héðan af Congo. Engar fréttir hljóta að vera góðar fréttir!! Er þá ekki bara best að drattast í háttinn og setja eina dvd í tækið til að sofna yfir!! Kveðja Drabban