Monday, September 8, 2008

Áskorun frá Írisi Dögg


Draumahúsið mitt fundið í Mjóafirðinum


Minnsta bensínstöð á landinu sennilega bara!


Bara cool skilti í Eskifirðinum

Jæja ég fékk víst áskorun frá Írisi Dögg um að fara að blogga aftur. Andinn hefur svo sem ekki komið yfir mig aftur en ég get nú ekki verið minni manneskja en það að taka áskoruninni. Ég á nú samt aldrei eftir að komast með tærnar þar sem hún hefur hælana í blogginu. Ótrúlegt miðað við að hún segist hanga heima hjá sér alla daga en samt hefur hún endalaust hugmyndir af bloggi! Ég ætti nú samt að geta núna, þar sem ég er komin í nýju vinnuna, þar sem ég hitti fólk daglega að geta sankað að mér kannski einhverjum kræsandi kjaftasögum! Ég byrjaði sem sagt í nýju vinnunni sem framkvæmdastjóri (ásamt Helgu vinkonu) í versluninni Við Voginn. Tókum við af mömmu sem er að hætta eftir eitthvað um 20 ár. Nú ætlar hún að fara að chilla bara, er nú þegar á leiðinni til Finnlands í kvennaferð og svo á tónleika með Queen í London. Ekki annað sagt en hún sé að fara að hafa það gott í þessu fríi sínu sem enginn,ekki einu sinni hún veit hvað á að vara lengi. Mottóið hennar er að njóta bara lífsins núna og hugsa bara um sjálfa sig. Enda kominn tími til. Ég dauðöfunda hana á þessum tónleikum sem hún er að fara á. Ég hlýt einn daginn að hafa efni á því að gera mér glaðan dag eða daga og skreppa eitthvað erlendis á tónleika. Veit um nokkra sem eru að fara á Madonnu´tónleika.. efast ekki um að það verði upplifun. Kannski ég geri bara eins og mamma. Vinni eins og brjálæðingur í 20 ár og fara svo bara að chilla og vinna ekki neitt. Mamma byrjaði með þessa verslun 34 ára og nú er ég 31 árs og hlakka til þegar ég verð 50 og eitthvað eins og mamma og geta farið að njóta lífsins aftur. Ég er rosa ánægð að vera komin í verslunina að vinna. Svoldið mikil viðbrigði að vera á röltinu að gera eitthvað allann daginn heldur en að sitja á stól eða í sófa mest allann daginn eins og ég gerði í leikskólanum, enda er ég svo þreytt í fótunum að það 1/2 væri nóg. En það er vont en það venst og ég er minnst að væla yfir því þar sem ég hef svo gaman að því að vinna við það sem ég get verið að hreyfa mig svoldið, svo við tölum nú ekki um hvað ég hef gott af því!! Framunda hjá okkur Helgu er mikil vinna við að læra á allt klabbið, bókhald, pantanir, launaútreikninga og allt það sem fylgir þessu. Ég er svo sem búin að vera að vinna þarna annað slagið í svona 15 ár en aldrei komið nálægt neinu sem heitir ábyrgð eða svoleiðis. Gaman að takast á við þetta!!
Það er svo langt síðan ég bloggaði síðast, sennilega ekki síðan ég og Íris Antonía fórum í ferðalag,sem var by the way ótrúlega skemmtilegt. Ég elska að keyra um landið og skoða fallegu náttúruna sem við megum vera stolt af hér á landinu!! Ég á margt eftir að skoða enn hef allann tíma í heimi til að klára það. Íris er búin að vera voða mikið hjá pabba sínum og c.o undanfarið og ég hef reynt að nýta þann tíma fyrir mig. Ekki samt að ég hafi drullast til að nota hlaupabrettið sem ég á alltaf í bílskúrnum. En trúið mér ég hugsa um það á hverjum degi! Það dugir samt ekki til til að ná af sér eins og nokkrum aukakílóum! En hver nennir að vera að spá í línurnar. Ég hef línur þó svo að þær séu nokkuð ójafnar:). Jæja mætti ekki segja sé að þetta sé nokkuð nóg röfl svona í byrjun á nýju bloggeldi. Læt hér með "pennann" frá mér og ætla að henda mér í "koju" . Over and Out Drabban