Wednesday, November 14, 2007

Sviðamessa og svaka stuð!

Jæja það var víst verið að rukka mig um blogg um Sviðamessuna á hótelinu um helgina. Og ég sem hélt satt best að segja að það væri enginn að lesa þetta blogg mitt!! Gott mál ef einhver gerir það. Ég er búin að vera svo róleg yfir blogginu. En já hvar á maður að byrja frá síðasta bloggi. Ég er ein heima, búin að vera það í viku en búin að vera barnlaus í næstum 4 vikur!! Aldrei gerst áður að skvísan sé svona lengi frá mér. Þetta hefur nú samt bara verið bærilegt, ég hef alveg fundið mér nóg að gera og meira að segja svo mikið að sólarhringurinn mætti alveg vera lengri. Ég er að föndra eyrnalokka, armbönd og hálsmen. Er að fara að hella mér ásamt Helgu í jólakortagerð sem við ætlum að stefna að að selja á jólamarkaði. Ég hef "þurft" að fara út að ganga í síðustu viku vegna vöðvabólgu dauðans. Var svo slæm að mig svimaði og mér var flökurt. Annar handleggurinn á mér var vanvirkur og svo var ég með hausverk. Ég var búin að vera að drepast í bakinu alltaf á morgnana líka og búin að fara tvisvar til læknis og fá þau svör að þetta væri vöðvabólga í bakinu.. fékk þá ábendingu hvort rúmið mitt gæti kannski verið orðið lélegt! ég lét ekki segja mér það oftar en tvisvar og splæsti í nýtt rúm ferlíki sem er 193x203 og ég get sofið á hvaða hlið sem er í því því nóg er plássið. Ég er jú betri í bakinu og ákaflega ánægð með nýja rúmið. Ég er svo búin að fara tvisvar í Bowentækni tíma til að sjá hvort það hefur eitthvað að segja með að losna við vöðvabólgu. Það er helví.... notarlegt að fara í það og einstaklega afslappandi og ég hef fulla trú á að það sé að gera sig. Maður þarf víst að fara í 3 tíma til að það skili árangri og ég ætla í þann þriðja í næstu viku eða um helgina. Já á laugardaginn var svo sviðamessan og auðvitað skellti ég mér. Var alveg á báðum áttum fyrst en ákvað svo að drífa mig. Það var rosa fínt. Tónlistin góð, maturinn já bara eins og svið smakkast, og pizzan góð. Mér leist nú ekki á blikuna þegar maturinn var búinn og verið var að bíða eftir tónlistarshowinu,,,, kemur þá ekki Árni Johnsen upp á svið með gítarinn og tekur lagið!! ég var nú bara við það að komast í þjóðhátíðarstemmarann þegar hann loks hætti. Hann náði að rífa salinn upp með sér og fá flesta til að syngja. Já hann getur þetta kallinn! Málið var ekki að hann hafi verið FENGINN til að koma og spila! NEi nei hann á samt einhverjum vinin sínum sem er hótelstjóri einhversstaðar komu til að "njósna" og stela hugmyndinni um sviðamessuna. Þeir viðurkenndu það alveg og það var bara gott mál ef þetta er að spyrjast út hvað við kunnum að skemmta okkur vel hér á Congo. Eftir sjóvið var svo einhver dúddi ásamt öðrum að spila á kassagítara og þeir náðu alveg gríðalegri stemmningu og það var fullt af fólki á dansgólfinu allann tímann. Ég held að einhver hafi sagt mér að þessi gaur sem var að spila væri bróðir hans Didda (sigurjóns) en hinn veit ég ekkert um. Þegar tjúttið á hótelinu lauk þá fóru ég og 4 "útvaldir" hingað heim og við héldum áfram að dansa og hlusta á góða tónlist til 6 um morguninn. Já það er ekki hægt að segja annað en maður geti þetta enn!!! ég sem var farin að hafa áhyggjur af þessu! hef ekki getað tjúttað svona lengi í mjög langann tíma. Þessi vikan er svo bara búin að vera notarleg og róleg og ætli maður njóti þess bara ekki áfram fram að helgi að hafa það kósí ein heima!! Vona að einhver nenni að lesa þetta hjá mér.... reyniði svo að vera duglega að commenta hjá mér bara svo ég fái það á tilfinninguna að einhver nenni að fylgjast með mér¨!!!! Kveðja Drabban