Sunday, February 3, 2008

Misheppnuð helgi hjá mér!


Það er nefninlega það!! ég var víst búin að lofa því að vera með einhverjar kjaftasögur á hreinu hér eftir þorrablótið en ég verð víst að svíkja það! Mín var nefninlega veik í gær, meikaði rétt svo að kíkja á matinn/skemmtiatriðin en fór svo beinustu leið heim í rúmið þar sem ég var alveg að drepast í maganum. Það hlaut að koma að því að ég yrði veik, bara allir í kringum mig búnir að vera með pestina og hún búin að vera að malla hér síðan fyrir jólin. Ég er svo sein alltaf alveg sama í hverju þannig að ég fékk pestina seinust sjálfsagt. Vona samt að ég verði búin að jafna mig fyrir London ferðina. Það er komin svoldil tilhlökkun í mig. Búið að plana út að borða á laugardagskvöldinu á Líbanskan stað með Óla frænda, Höllu og Rögnu og fleirum held ég. Gaman að hitta þau í London. Þau eru öll að fara á fótboltaleik. En aftur að þorrablótinu þá var mjög gaman að skemmtiatriðunum. Ásdís Heiðdal bjargaði alveg kvöldinu. Þvílíkur snilli þar á ferð. Var nú bara að gera grín af öllum og engum, hún tók bara lagið og dansaði eins og maniac og var alveg drepfyndin. Ég átti voða bágt með að hlægja vegna magaverkja en þegar hún byrjaði þá var nú ekki hægt að halda aftur að sér og ég þurfti alveg að þurka tárin. Það var svo alveg brilljant leikþáttur um tvær kvensur hér sem skelltu sér til Póllands í einhverja heilsulind. Eiginlega ekki hægt að segja frá því hér en það var notað "stólpípur" sem eitt af leikmununum í leikþættinum. Ég var hálf svekkt að komast ekki á ballið í gær, en það þýðir víst ekkert að vera að svekkja sig á því. Það var víst rosa stuð og partý á eftir ball þannig að þeir sem eru harðastir í djamminu gátu víst verið að eitthvað frameftir í nótt. Veðrið var ekki upp á marga fiskana í nótt og ég var ekkert að öfunda þá sem þurftu að labba heim til sín í nótt í skafrenningi og snjókomu til skiptis. En hver er að spá í það eftir nokkra öllara. Ég minni enn á myndasíðuna mína hér til hliðar, gama að heyra frá einhverjum hvað þeim finnst,, ekki amaleg náttúran hér á Djúpavogi og mér finnst ekkert leiðinlegt að smella af hinu og þessu í þessum fáu gönguferðum sem ég fæ mér á ári. Hlakka bara til að fá nýju vélina og fara og leika mér úti í náttúrunni. Jæja sjúklingurinn þarf að fara að sofa. Kveðja Drabban