Sunday, November 4, 2007

Helgin að lokum komin


Þá er hin árlega Lappaveisla í Hvoli yfirstaðin.. Það var svakalegt stuð eins og alltaf þegar þetta lið kemur saman.. Ég stakk af úr veislunni um 11 og fór í afmæli til Péturs pólska, hann var að halda upp á 32. ára afmælið sitt ásamt annarri konu frá póllandi. Þarna var samankomið lið frá íslandi og póllandi og mikið stuð, dansað og sungið. Það var eiginlega svoldið fyndið að þarna voru 5 stelpur frá Póllandi og 4 af þeim heita Agnescka!!! Þannig að ef þetta nafn var nefnt þá átti maður eins von á því að þær allar svöruðu nema þessi 5. sem heitir Eva. Ég skemmti mér rosalega vel og ég var ekki að fara heim fyrr en um 5 í morgun. Langt síðan ég hef verið svona lengi úti á rallinu. Ég var ekkert alltof hress í dag. Ekki góð samsetning að borða slátur og rófustöppu og drekka bjór og hvítvín ofan í allt það.. En ég var nú samt svoldið á fótum í dag enda ekki annað hægt þar sem það var að sjálfsögðu afgangsát hjá familíunni áður en liðið hélt suður á ný. Berglind, Birkir og Emelía Birta komu í heimsókn og það var æðislegt að hitta þau. Hún er nú meiri dúllan hún Emelía. Þau verða hér eitthvað á næstunni þannig að ég á eftir að njóta þess að hitta þau meira og aðeins hressar. Ég fór nú bara fram á náttfötunum. Alfa systir var hér. Ég sótti hana í flug á laugardaginn og svo fór hún með Óla og c.o aftur suður í dag.. Stutt stopp hjá henni en það er alltaf gaman að sjá hana. Hún Íris mín varð svo stóra systir í nótt. Fékk litla systur og hún er aðsjálfsögðu að springa úr stolti... Það er ekki annað sagt en að litla skvísan sé bara nokkuð lík Írisi þegar hún fæddist. Ég var búin að setja inn myndir á síðuna hennar Írisar. Nú er hún búin að vera í 12 daga á Akranesi og hún er ekkert farin að biðja um að koma heim. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá henni. Fara á fótboltaæfingu, í leikhús, bíða eftir syskininu og svo á hún líka svo mikið af ættingjum sem hún hefur ekki hitt svo lengi. Nóg að gera sem sagt hjá henni. Ég er búin að reyna að nota tímann svoldið meðan hún er ekki hér. Ég hef reynt að fara út að labba eftir vinnu, er búin að vera svo þreytt í bakinu. Ætli ég verði ekki að fara að fjárfesta mér í nýju rúmi. Er búin að vera að skoða nokkur. Það er svo ógeðslega dýrt að kaupa sér rúm!!! Ætli ég verði ekki að koma mér í mjúkin hjá vísa með að kaupa mér rúm! Það er svo ekkert plan á næstunni. Mamma er að fara suður á miðvikudaginn, fer til Danmerkur að hitta "fósturdæturnar" Höllu og Rögnu. Hún er að fara með Óla bróður sínum og Vigdísi. Ég verð ein í kotinu á meðan. Ætli ég njóti þess ekki bara að vera með tónlist á og halda áfram að fönda eyrnalokka og armbönd eins og ég hef stundum verið að dunda mér við. Ég finn mér alltaf eitthvað að gera þó svo að ég sé ein. Næstu helgi er svo Sviðamessan á hótelinu. Ég býst nú alveg við því að fara en ég er samt ekki alveg búin að ákveða mig. Kannski ekki sniðugt að fara að taka ákvarðanir um það svona á sunnudegi eftir djamm! sé til í vikunni þegar ég fer að gleym eftirköstum gærdagsins. En jæja nóg í dag.... kveðja Drabban