Sunday, October 28, 2007

Afmæli hjá Júllu vinkonu minni!!



Þessi skvísa var að halda upp á 30 ára afmælið sitt um helgina!! Það var svaka stuð og fullt af fólki að samgleðjast með henni. Þessi mynd af henni er reyndar síðan fyrir c.a. 18 árum!!! vá hrikalegt að geta sagt svona. En tíminn líður! Ég bjóst svo við því að eyða deginum í rúminu í dag í leti en þess í stað dreif ég mig út í gönguferð ásamt múttu og það var svo hressandi. Annars er dagurin búin að vera mjög rólegur. Fór í gott freyðibað, borðaði humarsúpu í kvöldmat, borðaði fullt af nammi og er bara í kósíheitum þessa stundina. Ætla að halda áfram að hafa kósíkvöld á næstunni meðan litla daman mín er ekki heima. Talaði við hana í dag og hún er bara voða sátt og enn að bíða eftir systkininu. Jæja þá kveð ég að sinni!!! Drabban

No comments: