Friday, November 23, 2007

Allir komnir í kotið!!!

Enn ein vikan búin,, eða reyndar tvær síðan ég bloggaði síðast. Ég gerði ekkert um síðustu helgi þrátt fyrir að hafa planað hana. Við Helga ætluðum að vera á fullu að föndra jólakort til að selja á jólamarkaði sem verður á morgun en vegna veikinda Helgu á laugardeginum þá gerðum við ekkert. Ætli við höfum ekki náð að gera sitthvor tvö kortin á föstudagskvöldinu eftir að hafa gætt okkur á humar og hvítvíni. Júlla kíkti á okkur og við sátum bara og kjöftuðum en fengum aldrei jólaföndursandann yfir okkur enda allt of snemmt fyrir slíkt. Á sunnudeginum fór ég á Breiðdalsvík eftir hádegi, fór í Bowentíma til Eddu og fór svo á Egilsstaði til að taka á móti "unglingnum" mínum. Hún var loksins að koma heim, búin að vera í burtu síðan 23, okt. Hún fékk að fljóta með Snædísi og Selmu í flugi og ég tók þær svo með mér heim. Það var helv... hálka á Fagradal , ekki það skemmtilegasta sem ég geri að keyra í hálku en annast var leiðin heim fín. Ég get svarið það að það tók á að fá gemlinginn heim því meðan hún var í burtu þá fór ég að sofa um 12 eða 1 en fystu tvo dagana eftir að hún kom heim fórum við báðar að sofa milli 9 og 10 og ég held bara að í bæði skiptin hafi ég verið sofnuð á undan. Smá viðbrygði í gangi eftir að hafa verið svona lengi heima en ég er búin að jafna mig núna. Vikan leið mjög hratt og strax komin föstudagur. Við fórum í 2 ára afmæli til Henrý Daða frænda eftir vinnu í dag og þegar við komum heim var mamma að skríða inn um dyrnar, búin að vera fyrir sunnan í tvær vikur c.a. Þannig að núna erum við mæðgur allar heima og verðum það vonandi fram yfir jól. Á morgun ætla ég að fara með skvísuna í leikjatíma í íþróttahúsið, fara svo og fá okkur pylsu/pulsu á eftir eins og venjan er, ekki bara hjá okkur heldur er ákveðinn hópur sem fer alltaf saman eftir tíma. Svo er ég að fara að vera með bás á jólamarkaðinum sem er milli 2 og 4 á morgun í Löngubúðinni og ég ætla að selja eitthvað að eyrnalokkunum, armböndunum og hálsmenunum sem ég er búin að vera að föndra undanfarið. Annað er óráðið með helgina,, kannski maður reyni bara að slaka á og njóta þess að hafa félagsskap. Fyrsta skiptið í mjööööögggg langan tíma þá leiddist mér á laugardaginn síðasta, en ég var ekki lengi að finna ráð við því.. setti tónlist á í botn og þá gleymi ég mér alveg. Það var svo mikið rok og ég svo veðurhrædd og hvað þá þegar ég er ein heima, þannig að tónlistin bjargaði mér alveg. Jæja ætli ég láti þetta ekki nægja í bili.. Kveðja Drabban

3 comments:

Regína said...

Sæl gæskan!
Til hamingju með afmæli Írisar um daginn!!

Knús og kossar!

Anonymous said...

Hæbb!
Hvernig er það á ekkert að blogga um síðustu helgi...þetta var nú MASSA helgi!!hehe.Mikill hasar og svona;)seeja

Anonymous said...

Takk fyrir það Regína.

Ætli ég sleppi því ekki að blogga um síðustu helgi. Sagan er mikið betri frá B. Allavega þegar bloggandinn kemur yfir mig þá verður ekki farið út í smáatriði!!!