Saturday, December 8, 2007

Seríusjúklingur

Djö... er ég að standa mig hér á blogginu! eða þannig. Látum okkur nú sjá.. Afmæli á fimmtudaginn þarsíðasta þegar Íris Antonía varð 4 ára. Afmælisveislan á laugardaginn og svo jólahlaðborð á hótelinu um kvöldið. Partý milli mats og barsins þar sem Stjáni var að trúbba, partý eftir barinn og mín afrekaði svoldið sem mér hefur ekki tekist í mjög langann tíma. Ég var í partýi til 9 um morguninn!!!! já og ég hafði ekki hugmynd um að klukkan væri orðin svona margt, það var bara svo gaman. Eða þangað til sumir komu og eyðilögðu allt, ég ætla ekki nánar útí það. Sunnudagurinn var ónýtur. Mánudagurinn var erfiður og þriðjudagurinn ekki góður þar sem ég var að drepast í bakinu. Miðvikudagurinn var ekki góður heldur þar sem ég var hálf slöpp og kom engu í verk eftir vinnu. Á fimmtudaginn var heilsan þokkaleg og ég dreif mig út að henda upp jólaseríum og náði að koma helling upp. Á samt helling eftir og sérstaklega þar sem ég fór á Egilsstaði í dag og keypti fullt meira af seríum til að setja upp úti. Maður fer ekkert að slaka á í seríunum. Við mæðgur fórum sem sagt á Egilsstaði í morgun í klippingu og svona að útrétta eitthvað. Við vorum ekki komnar heim fyrr en 7 í kvöld og ég náði bara að henda upp tveimur inniseríum áður en kósíheitin tóku við. Þau eru semsagt í gangi núna. Ég er í hægindastólnum með tölvuna, nammi og vínber og að horfa á imbann með öðru. Ég get orðið ekki farið að sofa snemma þar sem hún Ásdís H. var svo æðisleg að útvega mér Grey´s Anatomy þættina úr 4 seríu og ég á 9 til að horfa á núna!! horfði reyndar á nokkra í nótt en ætli ég eigi ekki 3 eftir. Jökull kom svo í gær með flakkarann sinn og var að láta mig fá tónleika með Muse og hjá honum fékk ég slatta af bíómyndum og þar sem ég er búin að sprengja plássið á þessum 4 250GB flökkurum sem ég á þá varð ég að fá flakkarann hennar mömmu lánaðann en hann hefur staðið ósnertur í pakkningunum í nokkra mánuði þannig að það var minnsta málið að fá hann. Nú þarf ég svona 5 auka klukkutíma í sólarhringinn til að skipuleggja flakkarana svon það sé ekki allt út um allt á þeim öllum. Eins og flestir vita þá er ég mjög skipulögð. En jæja ætli ég fari ekki að horfa á Grey´s!!!! Góða helgi það sem eftir er af henni .. Kveðja Drabban

2 comments:

Anonymous said...

Ég var öll ánægð með ykkur að taka djammið svona með trompi, svona á að gera þetta:) Gleymi alltaf að koma við og sækja fínu armböndin, er svo sannarlega ekki búin að gleyma þeim.. bara meira svona að hlunkast heima hjá mér:)

Kv.Íris Dögg

Anonymous said...

men, þyrfti greinilega að komast í heimsókn til þín með flakkarinn minn :-)
kv. Berglind