Jæja þá erum við skvísurnar loksins búnar að fara í hina umtöluðu bústaðarferð sem farin er einu sinni á ári. Þetta er reyndar bara í annaðskiptið sem við förum en við erum sko strax farnar að plana þá næstu! Það var tekið með slatta af áfengi og óhollustu, singstar, málningardót, náttbuxur og að sjálfsögðu sundfatnaður. Það var sko alveg á hreinu að það yrði ekki klætt sig í annað en sundbol og náttfötin til skiptis! Ég held að ég hafi sjaldan skemmt mér eins vel og þessa helgi og hláturtaugarnar alveg með harðsperrur sko. Við vorum í bleyti alla helgina ýmist í bottinum eða búsinu. Borðuðum humar, kjúlla og endalaust af snakki, nammi og fleiru. Ég tók yfir 400 myndir um helgina og aðeins sumar þeirra eru byrtingarhæfar! Við vorum allar með LJÓTUNA um helgina og fór það okkur alveg með eindæmum vel. Máluðum hvor aðra eins og ég veit ekki hvað. Spiluðum fimbulfamb, leironary og fleiri spil. Hefðum sko alveg getað verið mikið lengur þarna í kósíheitum. En allt tekur jú enda og við rúlluðum okkur heim ótrúlega snemma í dag miðað við hvað við (aðallega ég, Júlla og Helga) vorum lengi á fótum í nótt að missa okkur í djamminu. Lágum meira en tvo tíma í pottinum. En þegar við komum heim í dag þá var stefnan tekin beint á sjoppuna í þynnkuborgara og svei mér ef hann stuðlaði ekki bara að því að ég hef verið umgengnishæf í dag. Veit ekki alveg hvað er að gerast með mig og þynnkuna. Var svo búin að búa mig undir það versta en ég er svo þokkalega hress, reyndar alveg ógeðslega syfjuð þar sem það var eitthvað lítið sofið enda enginn tími til þess. Jæja það verður ekki farið nánar út í ævintýri helgarinnar en ég ætlaði að reyna að láta nokkrar myndir fylgja með en það sem þær eru svo ógeðslega lengi að hlaðast inn þá bara nenni ég því ekki en geri það síðar. Kveðja Drabban
Sunday, February 24, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Þið eruð snillingar:) Hlakka til að sjá fleiri myndir:)
Post a Comment