Ætli það sé ekki kominn tími á smá blogg hér hjá mér. Ég er jú búin að fara til London að heimsækja Rán systur. Ég, mamma og Íris flugum frá Egilsstöðum til Reykjavíkur á miðvikudagskvöldið og komum til Ölfu um 10. Á fimmtudeginum fór ég í tvær læknaferðir. Aðra þeirra vissi ég ekki alveg út af hverju ég var send í en það var afleysingalæknir hér um daginn sem vildi senda mig í heilalínurit!! Ekki fara að fá einhverjar ranghugsanir um mig. Við vorum nú að gera grín af því í vinnunni hjá mér að hann (læknirinn) hafi ekki þurft nema að heyra mig tala til að sjá að ég væri ekki í lagi og þess vegna hafi hann ákveðið að senda mig og láta athuga í mér heilann. En það var nú ekki svo slæmt sem betur fer. Þetta var víst eitthvað tengt því að ég fæ stundum svo í magann að ég dett út. Hann spurði mig hvort ég væri að missa meðvitund eða líða yfir mig en ég get ekki svarað því þar sem ég hef alltaf verið ein þegar þetta gerist , sem er sem betur fer ekki oft. Það var eitthvað verið að athuga flogaveiki og virkni heilans og ég er sem betur fer alveg heil í hausnum þar sem ekkert athugavert fannst að mér! Já já ég veit samt að ég er skrítin! Hin læknisheimsóknin mín var í sneyðmyndatöku á bakinu því ég er búin að vera svo slæm í bakinu í marga mánuði en eins og allt með mig þá finnst ekkert að mér og það er ekkert að bakinu á mér heldur sem sést á mynd. Maður búin að eyða fullt af peningum í svona læknarugl og ekkert að manni. Spurning hvort ég sé svona ímyndunarveik! En jæja nóg af mér og mínum göllum. Á fimmtudaginn var svo brjálað veður að það var varla fært innanbæjar í Reykjavíkinni við ákváðum samt að kíkja í smá afmælisboð til Regínu frænku sem varð 27 ára á fimmtudaginn. Þar sem veðurspáin var hrikaleg fyrir nóttina og morguninn þá var ákveðið að taka flottheitin á allt og fara um kvöldið ásamt Óla frænda og Vigdísi ,sem voru líka á leiðinni til London, á flughótelið í Keflavík og gista þar svo við kæmumst alveg örugglega út á völl í flug um morguninn. Það var búið að segja að það væri ófært innanbæjar í Keflavík. Óli og Vigdís voru fyrr um kvöldið búin að bíða heillengi í bílaröð til að vera hleypt yfir Þrengslin til að komast í bæinn. Við fórum sem sagt til Keflavíkur í brjáluðum skafrenningi og komust á hótelið. Sváfum til 6 um morguninn og þurftum þá að koma okkur út á völl. Það gekk ágætlega þar sem veðrið var þokkalegt akkúrat þarna. Það hefði ekki verði hlaupið að því að komast úr Reykjavíkinni ef við hefðum þurft þess þarna um nóttina. En jæja við út á völl, hittum þar Reyni frænda, Njál, Binna og Guðmund Helga sem allir voru á leiðinni til London í sömu vél og við hin. Allir á leiðinni á Arsenal leik. Binni og Guðmundur höfðu farið frá Djúpavogi í brjáluðu veðri og þeir voru alveg geðveikt lengi á leiðinni, ætluðu varla að hafa það af stundum. En komust áfram á þrjóskunni því þeir voru sko ekki tilbúnir að missa af leiknum. Íris var svo ánægð að hitta Reyni frænda sinn að hún hengdi sig alveg á hann og hann átti sko að leiða hana í gegnum fríhöfnina og út í vél og hún vildi sko fá að sitja hjá honum á leiðinni en það var ekki látið eftir henni þ ar sem þeir voru svo langt frá okkar sætum. Reynir var alveg hæstánægður með þessa athygli enda algjör barnakall. Þegar við komum til London fórum við á Paddingtonlestarstöðina og hittum þar Höllu, Rögnu og Ingibjörgu (dóttur Vigdísar) og fórum öll út að borða. Við splittuðum svo hópnum þar sem þau voru að fara á hótel en við til Ránar. Það sem helst var gert í London var að rölta Oxfordstreet og eyða peningum. Ég verslaði ekki mikið en náði samt að eyða þeim fáu krónum sem ég átti. Ég ætlaði að versla föt á krakkann en það er sko ekki lagt mikið upp í barnaföt þarna á Oxfordstreet því ég náði ekki að kaupa nema nokkrar flíkur á krakkann. Ekki íþróttaskó eins og hann vantaði! Þegar maður kom heim eftir að vera búin að vera í bænum þá var maður ógeðslega skítug. Ég tók hvítann þvottapoka og strauk framan úr mér og hann varð nánast svartur svona er mengunin mikil þarna. Íris fékk þvílík útbrot og flekki í andlitið en það lagaðist sem betur fer eftir svoldinn tíma eftir að ég var búin að þvo henni vel og setja vaselin í andlitið á henni. Hún hefur sennilega ekki þolað mengunina. Á laugardagskvöldið hittum við Óla, Vigdísi og stelpurnar og fórum öll út að borða á geðveikann líbanskann veitingarstað. Maturinn var rosalega góður og við ultum næstum út við borðuð svo mikið. Það var magadansmær sem dansaði fyrir okkur og Íris var svo heilluð að ég yrði ekki hissa þó hún væri að æfa nokkrar sveiflur eins og hún sá konuna gera. Við flugum heim, eftir frábærann tíma hjá Ránslunni, þriðjudagskvöldið áttum að fara í loftið um 9 en fluginu seinkaði og við biðum í rúmann klukkutíma. Við vorum ekki komin heim til Ölfu fyrr en 3 um nóttina og við vorum allar mjög þreyttar. Íris fór svo á Akranes daginn eftir en við mamma flugum heim á yndislega Djúpavoginn. Ég var hálf fegin að komast heim úr þessu menningaráreiti! Jæja nú ætla ég að hætta að blogga í bili. Efast um að nokkur nenni að lesa svona langann pistil.. Leiter aligeiters. Kveðja Drabban
Saturday, February 16, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Auðvita nennir maður að lesa svona pistil, hvaða hvaða. En það er nú gott að það er ekkert að hausnum á þér góða annað en bara þetta venjulega og ég ætla að biðja þig um að fara ekki að gera eitthvað í því, við myndum deyja úr leiðindum í vinnunni ef þú yrðir "venjuleg" í hausnum, gengur ekki sko !!!
Hehe Takk fyrir þetta Helga! ég lofa að halda áfram að vera skrítin!! Kv Dröfn
Post a Comment