Friday, April 4, 2008

Leti helgi!



Hellú! Ég veit að síðasta færsla var ekki skemmtileg en ég var bara í svo vondu skapi að ég þurfti bara útrás. Núna er ég búin að fá gleði mína á ný. Ætla svo að chilla þessa helgina. Ekkert djamm og rugl heldur heimahangs, tölvan, tónlist og sjónvarpið. Ég er enn barnlaus og verð það fram yfir helgina. Talaði við skvísuna áðan og þá var hún sko í Kópavogi og nýkomin úr bíó. Henni þykir voða flott að hafa frá einhverju svona að segja. Ég sakna hennar voða mikið þegar hún er ekki hér en ég reyni líka að gera eitthvað fyrir sjálfa mig og slaka eins mikið á og ég get. Ekki geri ég ráð fyrir því að vera mikið utanhús þessa helgina enda heldur áfram að snjóa hér og ég (og fleiri) búin að fá upp í kok á þessum endalausa snjó. Ég er búin að þrjóskast við í allan vetur að setja ekki vetrardekkin undir og hugsa alltaf það tekur sig ekki úr þessu en svei mér að það hefði sko borgað sig frá upphafi vetrar eða c.a í okt/nóv. En kagginn kemst allt innanbæjar svo ég kvarta ekki. Það eina sem ég kvarta yfir þessa dagana er hárið á mér!! Nú hef ég ekki farið í klippingu svoooo lengi enda að reyna að þrjóskast við að safna hári til að fá mér klippingu sem ég þarf ekki að halda við í hverjum mánuði. Aðeins að hvíla mig á stutta hárinu og fá mér sítt!. Ég væri löngu búin að fara í klippingu á Egilsstaði ef það væri ekki svona leiðinlegt veður alltaf og svo kemst ég bara á laugardögum en hef ekki komist samt. Nú er það því bara hárbandið til að halda lubbanum frá andlitinu. Jæja, það er best að vera ekki að blogga meira um ekki neitt! þurfti bara að skrifa eitthvað af skildurækni. Góða helgi alle sammen kveðja Drabban

No comments: