
Enn og aftur kem ég með þessa mynd! Mér finnst þetta bara svo flott hús að það hálfa væri nú nóg. Þetta er sem sagt tekið í Mjóafirðinum í einum af sumarrúntunum mínum,´múttu og Írisar.
Af mér er alveg fínt að frétta fyrir utan það að ég er með harðsperrur dauðans og ekki bara í einum vöðva nei í öllum helv.. skrokknum eftir blakæfingu á Fásk í gær. Ég,´Sóley og Guðný skelltum okkur á æfingu með fáskgellunum og þær hafa líka svona fínar upphitunaræfingar að dagurinn hjá mér í dag hefur verið hörmung. Hef mig ekkert getað beygt og það er alveg merkilegt að þegar maður er með harðsperrur í öllum fótleggjunum þá er maður aldrei eins duglegur að missa eitthvað í gólfið og vera eins og Gosi spýtustrákur (áður en hann breyttist í dreng) eða bara gamalmenni sem kveinkar sér líka svona við að beygja sig. En djö.. hafði ég gott af þessu. Væri svo til í að gera þetta svona tvisvar í viku, en það stendur samt ekki til. Við skreppum kannski einhverntímann aftur. Spurning um að fara að fá fólk hér á staðnum til að koma á æfingar. Framundan hjá mér er ekki mikið. Fer reyndar í skírn um helgina, á fríhelgi og ætla að reyna að gera aðeins meira þá helgi en ég gerði síðustu helgi; eyddi öllum sunnudeginum í að púsla. Við mútta erum með 3000 kubba dæmi á stofuborðinu og þegar maður hangir yfir þessu lengi þá fær maður alveg vöðvabólgu dauðans. En mikið er þetta nú afslappandi og skemmtilegt. Þessar útvöldu eru svona í og með að reyna að plana eina sumarbústaðarferð fyrir jólin. Það er nauðsynlegt að komast aðeins í burtu og sleppa af sér beislinu. Þarf að skreppa suður en hef ekki fundið mér tíma til þess ennþá. Brjálað að gera hjá minni! Jæja ég ætla að skríða í koju, kveðja Drabban
No comments:
Post a Comment