Sunday, September 14, 2008

Helgarfrí!


Já þið segið! ekki er nú hægt að gefa mér háa einkun fyrir nýja innkomu á bloggið!
En þessi meðfylgjandi mynd sem ég skellti með mætti kalla Kokkur án klæða! fannst bara svo tilvalið að setja þessa mynd inn þar sem helgin hjá mér er búin að snúast um að borða eða svoleiðis. Alfa systir kom til okkar á föstudaginn. Við mæðgur sóttum hana á Egilsstaði á föstudaginn og ég notaði tækifærið og skellti mér í klippingu. Fór að vinna á föstudaginn klukkan 4, var búin um 11 og fór þá beint heim í smá stund en kíkti svo í Löngubúðina þar sem var boðið upp á osta og hvítvín
ég fékk mér eitt glas af hvítvíni og spjallaði við skvísurnar og fór svo heim. Fór í sund á laugardaginn, chillaði með múttu, Ölfu og Írisi þar sem ég var i fríi. Kíktum á afa sem er komin heim (eða á Helgarfell) eftir langa fjarveru vegna veikinda. Spiluðum Scrabble og höfðum það bara rosalega gott á laugardeginum. Í dag hefur svo sem ekki margt verið brasað nema bara haft það enn betra. Við erum búnar að borða rosa góðann mat og heimabakað brauð og svo að sjálfsögðu nammi. Fengum okkur smá hvítvín/rauðvín með matnum á laugardaginn. Alfa verður hér fram á þriðjudag, er að klára sumarfrí. Á þriðjudaginn er ég að fara á Höfn ásamt nokkurm gellum héðan og við erum að fara á eitthvað kvennaþing fyrir konur í atvinnurekstri sem mig hlakkar mikið til að fara á. Alveg nýtt fyrir mér að fara á eitthvað svona. Vonandi að þetta eigi eftir að koma að góðum notum. Annars er ekki mikið plan framundan hjá mér.. annað en vinna borða sofa. Sem er fínt. Jú jú ég hugsa líka um krílið mitt. Hún hefur nú yfirleitt alla athyglina sú dama, og oft meira en hún getur. Það getur verið erfitt fyrir okkur múttu stundum að reyna að tala saman án þess að hún sé að reyna að troða sér inn í samræðurnar. Það er víst svona þegar maður er eini krakkinn á heimilinu. Hún sagði nú við mig frekar skondið þegar við vorum á leiðinni upp á Egilsstaði á föstudaginn. Við vorum að keyra Skriðdalinn og íris segist vera svo þyrst og svöng ég rétti henni vatnsflösku og segi ,,fáðu þér vatn núna og svo færðu að borða þegar við komum". Hún svarar mjög fljótt,, nei mig lagar ekki í vatn. Mig langar svo í mjólk... úr brjóstunum á þér mamma!!". Ég sagði nú að það væri ekki hægt. Þá sagði hún jú jú við förum bara á sjoppuna og inn á klósett og læsum. svo sest þú á klósettið með mig í fanginu og gefur mér að drekka!. Ég útskýrði það því fyrir henni að ástæðan væri ekki sú að það væri ekki hægt í bílnum heldur væri engin mjólk í brjóstunum á mér. Mér fannst svoldið skondið að hún segði þetta þar sem hún hætti sjálf á brjósti þegar hún var 5 mánaða!. En svona hluti lætur hún óspart út úr sér. Gaman að þessu engu að síður! En jæja þetta var nú bara svona stutt ágrip af því sem ég hef verið að gera utan vinnu sem hefur verið flest kvöld síðustu tvær vikur! verð næstu tvær á fyrrpartsvöktum svo ég reyni.. ég endurtek reyni að vera dugleg að þvæla eitthvað hér inn. Lofa engu. Kveðja Drabban

1 comment:

Anonymous said...

Mér finnst þessi mynd alveg æðisleg.. fær mig til að hlægja hérna í vinnuni.

Knús,
Ran