Gleðilegt ár allir!! Takk fyrir það gamla. Jólin voru notarleg eins og alltaf. Áramótin sömuleiðis fyrir utan það að systur mínar báðar og Íris voru ekki heima en við fengum Höllu, Rögnu og Óla frænda til okkar í staðinn. Ég er ekki í neinu bloggstuði þessa dagana eins og vel sést á síðunni minni. Ég er búin að vera of upptekin við að horfa á Grey´s Anatomy og Prison Break og að borða nammi!!! Ég lofa engu um framhaldið, ég sór ekki áramótaheit um að verða betri bloggari á nýju ári. Eina sem ég ætla að reyna að gera á nýja árinu er að ná svefni. Hann hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarið. Kannski vegna gosdrykkju en ég ætla að minnka hana þegar jólin enda. Ég er að fara að dunda mér á næstu dögum við að búa mér til myndasíðu. Hún kemst vonandi í gagnið sem fyst. Ekki það að ég eigi mikið af myndum til að setja inn. Meira svona að hafa stað fyrir myndir sem maður getur bara haft link á þegar fólk er að biðja mann um að sýna sér myndir af hinu og þessu. Læt vita þegar mér tekst að ljúka við þetta. Jæja kaffið mitt að verða búið. Leiter aligeiters! Kveðja Drabban
P.s Ragnar Rafn frændi til hamingju með daginn!!!
Wednesday, January 2, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Gleðilegt ár, mín kæra:)
Þið systur eru lélegir bloggarar, eitt blogg á mánaðarfresti, iss
Knús
Ragnhildur frænka
Post a Comment