Thursday, January 24, 2008

Jæja þá!


Ég er undanfarið búin að vera að reyna að finna mér góða ástæðu til að afsaka bloggleysið hjá mér en þar sem ég hef ekki enn komið upp með neina og farin að fá skammir frá frænkum í Hafnarfirðinum þá verð ég bara að viðurkenna að ég hef einfaldlega ekki nennt þessu. Mér finnst ég ekki hafa frá neinu merkilegu að segja. Ég lifi hálfpartinn vinna, borða, hanga í tölvunni ,sofa lífi en þrátt fyrir að ég hangi flest kvöld í tölvunni þá gef ég mér ekki tíma til að blogga. Það litla sem ég hef aðhafst undanfarið er t.d að fara í partý til Helgu vinkonu. Tók með mér "partý-tónlistar-kassann" eða hvíta kassann eins og hann er bara kallaður í honum er sem sagt tölvuhátalarar með rosa góðu soundi, hljóðsnúrur og svo er Ipodinum stungið í hann við svona tilefni. Það var drukkið og djammað til 6 um morguninn og þvílíkt sem það var nú gaman. Um þarsíðu helgi fór ég á Egilsstaði að sækja Írisi mína og kom m.a. við í Húsasmiðjunni og keypti málningu til að mála eldhúsið hja afa mínum. Ég skellti mér svo í það í vikunni að mála eldhúsið ásamt þeim gamla. Við vorum bara nokkuð ánægt með verkið. Setti upp nýjar gardínur og svona fyrir hann þannig að það var orðið voða huggulegt hjá honum. Það er svo á plani næstu mánaða að mála eldhúsið hjá okkur líka. Það verður gert einhverntímann í feb eða síðar þar sem við mæðgur ég, íris, mamma og alfa erum að fara að heimsækja Rán til London 8-12 febrúar. Ég er búin að hlakka til að koma út og fá nýju myndavélina mína sem ég var að kaupa mér frá Amazone. Spurði Rán í kvöld hvort að pakkinn væri komin til hennar en hún sagðist hafa fundið miða frá pósthúsinu eða póstburðarmanninum um að hún hefði ekki verið heima þegar hann hefði komið að afhenda pakkann og ekki svarað þegar hann hringdi í hana þannig að hann skildi bara pakkann eftir hjá nágranna hennar í húsi númer 4!!! Vandinn er að það er ekkert hús númer 4 og Rán veit ekkert hvar pakkinn er!!! Hún ætlar að hringja á morgun og athuga þetta fyrir mér. Hvaða hálfvi..... lætur nágranna í London taka pakka fyrir einhver þegar London er huge borg og hver segir að nágranninn sé einhver vinur manns eða hvort almennt sé einhver samskipti á milli fólks þarna. Það sem veldur mér mestu áhyggjunum er að ég er búin að borga pakkann!!!! 57.000 kall!!! Ég er með smá stresshnút í maganum yfir þessu. En ég vona það besta og að pakkinn minn verði komin til Ránar áður en ég kem. Ég er búin að borga og bóka ferð til New York í maí með stelpunum úr menntaskólanum. Við förum 8-12 maí. Ég veit minnst um þessa ferð en ég treysti stelpunum sem eru að plana þetta algjörlega fyrir þessu. Við verðum á þokkalega fínu hóteli og ekkert sparað við það. Það verður gaman að fara og hitta skvísurnar aftur. Ég hitti þær nánast aldrei. Alltaf þegar það er planað einhver hittingur þá er ég alltaf upptekin annarsstaðar og kemst ekki. Það er svona að búa úti á landi. En ég kvarta ekki yfir því því mér líður alveg rosalega vel hér. Jæja verð að hætta svo ég missi ekki af Aðþrengdum eiginkonum! Kveðja Drabban

4 comments:

Anonymous said...

Ég VERÐ að mæla með að fara á Bubba Gump í NY! Það væri það fyrsta sem ég myndi gera ef ég myndi fara aftur..MUST:D

Anonymous said...

Ég set það á lista yfir það sem gera má í NY. Takk fyrir tipsið.
kv Dröfn

Anonymous said...

hæhó
jæja.. átak í að kommenta á blogg sem ég les:)
Guð hvað ég skil þig með þetta að hanga í töllunni öll kvöld en hafa bara engan tíma til að blogga..;)

kveðja frá okkur..

Sjöbba

Regína said...

Til hamingju með múttu í gær! Viltu knúsa hana frá mér.

Regína