Sunday, March 23, 2008
Borða borða og chilla!
Já já ég var búin að segja að ég ætlaði ekki að blogga meira um páskana en ég ákvað að gera það samt! Ekki það að ég hafi frá neinu spennó að segja. Bara það að ég hef lítið gert annað en að hanga heima yfir sjúklingunum múttu og Írisi þar sem þær eru enn veikar. Það varð sem sagt ekkert úr því að "unglingurinn" minn færi á Skagann fyrir páska vegna hita. Hún er hér enn, búin að borða brot af páskaegginu sem Alfa gaf henni þar sem ég var ekki búin að kaupa egg handa henni því það beið hennar eitt fyrir sunnan. En sem betur fer þá fékk Alfa þrjú egg gefins og gat séð af einu egginu sínu. Það er sem sagt búið að háma í sig súkkulaði hér í allann dag og allir komnir með ýstru (þeir sem ekki höfðu hana fyrir!hóst). það sem ég og hinir heimalingarnir erum búnar að bardúsa hér síðustu daga er: Mamma og Íris eru búnar að vera í rúminu svo það er ekki frá miklu að segja. Við Alfa erum hinsvegar nokkuð hressar og búnar að fara í ljós, sund, gönguferð sem er nú saga að segja frá! Við skelltum okkur nefninlega í hressigöngu út á sanda í fyrradag. Fórum út á tanga þar sem það var svo magnað brim og vorum að taka myndir af því. Ég sagði við Ölfu að það væri nú gaman að hafa hana inn á einni myndinni og með brimið í bakgrunn. Alfa fór því aðeins nær og settist á stein sem var alveg þurr og allt umhverfið í kring í a.m.k. 3 metra frá þar sem sjórinn var að dropa niður. En nei nei, um leið og ég fer að smella af og taka mynd, þá gýs líka þetta svaka brim og þvílík gusan sem fer yfir Ölfu og hún rennblotnaði! Ég náði þessu þokkalega á mynd eins og sést hér fyrir ofan. Þetta var svo fyndið að það hálfa væri nóg! Við sátum svo í svona hálftíma eftir þetta og vorum að vonast til að ná annarri svona mynd af gusu en nei nei það var sko ekki ein svona gusa í viðbót! bara þetta eina skipti sem Alfa vogaði sér nær! En mikið djöf... var þetta hressandi ganga samt og við komum (eða alla vega ég) þreyttar og útiteknar til baka. Fínt eftir inniveruna þar sem ég er búin að vera að stjana við sjúklingana. Í gær fórum við svo í grillmatarboð í Melshorn og þar var þvílíkt borðað og spilað. Ég kíkti svo í Löngubúðina í gærkvöldi og hitt þar fullt af fullu og ekki fullu fólki og það var mjög gaman, nennti samt ekki í eftirparty og fór því heim og skreið upp í rúm til Ölfu þar sem hún er nú búin að hreiðra um sig þar síðustu daga þar sem Íris hefur sofið niðri hjá múttu undanfarið. Við liggjum uppi í rúmi og horfum á eitthvað af flakkaranum þar til við dettum báðar út. Svo er það yfirleitt ég sem vakna nokkru síðar og slekk á öllu draslinu. Við erum svo bara búnar að hafa það kósí og chilla hér heima. Erum að fara að borða eitthvað voða gott á eftir og sjálfsagt verður páskaegg og góð ræma á eftir. Alfa fer svo suður á morgun og það er jafnframt síðasti páskafrísdagurinn minn þetta árið. Well, nóg í dag. Kveðja Drabban
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Saknaðarpáskakveðjur og knús til allra, geggjaðar myndir sem þú ert að taka :)
Takk elskurnar! hafið það gott í Barcelona! Knús til ykkar frá okkur öllum
Post a Comment