Monday, March 24, 2008

Smá misheyrn hjá barninu!


Ég verð nú bara að skrifa hér hvað krakkarassgatið mitt sagði áðan. Svona fyrir þá sem eru ekki inni á barnalandssíðunni hennar. Hún var að horfa á teiknimynd um Samma brunavörð og í lokin á þættinum þá er strákur sem er að borða pizzu og spaghetti. Ég er ekkert að veita þessum þætti neitt athygli né að hlusta á hvað persónurnar eru að segja. Allt í einu segir Íris hneyksluð við mig ,, mamma, veistu hvað strákurinn sagði! hann sagði,, ég er með tittling í tönnunum!. Ég var nú ekki alveg að gleypa við þessu að einhver færi að segja svona í teiknimynd þannig að ég spólaði til baka og hlustaði á hvað drengurinn sagði. Ég gat nú ekki annað en hlegið þegar ég heyrði hvað hann sagði . Hann sagði ,, það er kviknað í tönnunum á mér! en ekki það er tittlingur í tönnunum á mér. Ég vissi ekki einu sinni að krakkinn þekkti orðið tittlingur!! En mér fannst setningin algjör snilld!

Að öðru þá er Alfan og liðið í Melshorni farin og Árný og Magnea komu hér áðan að kveðja okkur þannig að nú fer allt liðið sem kom hér í páskafrí að fara aftur. Verst að maður hefur ekki mikið hitt neinn þar sem maður er búin að vera í hjúkrunarkonustarfinu undanfarið en þær stöllur eru nú að hressast þannig að maður fer að komast meira út úr húsi. Vinna á morgun! og svo er að finna einhvern sem getur tekið skvísuna með sér í flug til Reykjavíkur fyrir helgina. Þannig að ef einhver er að fara suður eða veit um einhvern sem er að fara og gæti tekið hana með þá endilega láta mig vita! Kveðja Drabban

No comments: