Wednesday, March 12, 2008

Magosbolgos!


Humm! ég var ekkert ýkja ánægð með undirtektirnar á síðasta bloggi þegar ég "heimtaði" að þeir sem mundu lesa þvæluna mína mundu commenta svo ég fengi nú smá sýn á hverjir koma hér inn. Það eru allir velkomnir hér inn enda er þessi síða opin og hér er ég ekki að fá útrás fyrir pirringi í garð eins né neins! Ég fékk þrjú comment síðast og tvö af þeim voru frá fólki sem ég vissi ekki að væru að "lesa mig" en mér fannst líka voða gaman að vita af því að þau kíki á þetta annað slagið. Það var nú einn "dúddi" sem sagði mér á barnum um síðustu helgi að hann læsi lufsuþankana mína og ég heimtaði að hann mundi skilja eftir comment, en hann man kannski ekki eftir þessu samtali okkar!! :)
En að öðru. Þar sem ótrúlega margir hafa spurt mig hvað kom út úr skoðuninni á Norðfirði þá er best að ég komi enn og aftur með "sjúkrasögu" mína og vonandi er þetta sú síðasta! eða allavega í langann tíma! En ég fór sem sagt á Nobbann á mánudaginn í ómskoðun en það kom ekkert út úr því þannig að ég var sett í magaspeglun. Andsk... helví.. djö... (svona svo ég blóti nú ekki) var þetta vont!!! Ég var spurð að því áður en ég fór í þetta hvort ég hefði farið áður í svona en ég neitaði og þá var ég spurð hvort ég þekkti einhverja sem hefðu farið í þetta og þá játti ég og þá kom ,, og hvað segir fólk um þetta". Auðvita sagði ég bara eins og er að ég hefði bara heyrt að þetta væri vont en hjúkkan sagði bara að það væri bara vitleysa og ég skildi ekkert stressa mig. Ég get bara sagt að ég vona að ég þurfi ekki að fara í magaspeglun aftur meðan svona huge slöngu er troðið ofan í mann. Ég sá varla neitt fyrir tárum því ég táraðist svo meðan ég gúgaðist. En út úr þessu kom að ég er með magabólgur og fékk 4 vikna kúr við því sem á að laga það alveg. Kosturinn við að þetta eru "bara" magabólgur en ekki gallsteinar eins og svo margir voru búinir að "veðja" á því þá hefði ég þurft að fara suður í uppskurð! Laus við það get ég farið að stunda mína vinnu aftur. Þarf samt svoldið að passa hvað ég borða meðan ég er að jafna mig. En ég er spræk og þá er ég sátt. Svo á það eftir að koma í ljós um helgina hvort maginn er eitthvað að jafna sig því þá ætla ég að innbyrða nokkrum öllurum eða öðrum slíkum mjöð þar sem við stelpurnar erum að fara að kveðja hana Snædísi okkar sem er að fara að yfirgefa okkur vonandi bara í eitt ár. Hún stefnir á að koma aftur og ég vona svo sannarlega að hún geri það. Hún er svoddan snillingur að það hálfa væri nóg! Hún á alveg fyndnustu bloggin. Það er bara eitt sem er vandamál helgarinnar en það er hvar á að halda partý!! Það er nú bara þannig að það virðist ekki henta neinsstaðar en við deyjum nú ekki ráðalausar ef ég þekki okkur rétt. Hvíti kassinn veður tekin með eitthvað ef þess þarf! Fyrir þá sem ekki vita hvað hvíti kassinn er þá er í honum hátalarar, litlir en súper góðir, hljóðsnúrur og svo fer ipodinn þar í ef redda á tónlist einhversstaðar! Það er víða sem ég hef dröslast með þennan blessaða kassa með mér og í misjöfnu ástandi! Say no more! Úllala!! meðan ég er að skrifa þessi orð þá eru allir tiltækir slökkviliðsmenn að bruna á brunabílnum út og þegar svona lagað gerist hér þá vekur það ákveðna spennu þar sem Slökkviliðið hér hefur yfirleitt ekkert að gera en þetta er nú í annað skiptið á viku sem það er útkall!!! Síðast var bruni í bát sem var við höfnina en það var víst búið að slökkva eldinn áður en liðið mætti. Nú er bara að bíða og sjá hvað sé að gerast hér í þessu litla rólegheita þorpi mínu!! P.s ég er ekki forvitin samt!! Vona samt að það sé ekkert alvarlegt. En það er samt best að hætt núna og fara að sinna heimilisverkunum! Kveðja í bili Drabban

8 comments:

Anonymous said...

Kíki alltaf, kemst ekki hjá því þar sem þú inni í google readernum hjá mér. kv Ingþór

Anonymous said...

Ég kíki daglega, nenni ekki að kvitta - þetta kvitt er því fyrir næstu vikurnar.
Knús, Ragnhildur frænka

Anonymous said...

Yo YO Ma !!!ég les þig marr ekkert rugl ..og skal kvitta allt i drasl..

Anonymous said...

Yo YO Ma !!!ég les þig marr ekkert rugl ..og skal kvitta allt i drasl.................


Tari ´´DÚddi''

Anonymous said...

Hehe! allt að koma hjá ykkur og commentin.
Dúddi: gott að þú manst eftir þessu, ánægð með þig!
kv Dröfn

Halla og Ragna said...

Hæ frænka, gott að vita að það hafi komið eitthvað út úr þessu hjá þér með magann. Góða skemmtun um helgina, drekktu 1 öl fyrir mig :)

Anonymous said...

Styttist í New York jiibbbí
kv Helga

Anonymous said...

Hlakka til að sjá þig í kveld baby:)

Kv.Íris Dögg