Sunday, March 9, 2008

Sunday bloody sunday!


Daginn! Það ætlar ekki að hætta að snjóa hér á þessu blessaða landi!! Ég sem er búin að þrjóskast við að setja nagladekkin sem ég á EKKI undir bílinn minn en ég hefði nú kannski átt að gera það strax í okt. Nei nei ég var svo ákveðin í því að veturinn í ár yrði eins og sá í fyrra þegar það voru einungis fjórir dagar sem nagladekkjanna var þörf. En mín kemst samt allt á kagganum! Á föstudaginn í vinnunni var starfsdagur og nóttina áður var búið að snjóa geðveikt. þegar ég mætti í vinnuna klukkan 8 þá var ég sú eina sem hafði KOMIST á bíl!! Og ég sú eina á sumardekkjum. Mikið var ég ánægð með súbbann minn. Hinar komu ýmist gangandi eða létu hann Helga Garðars sækja sig og keyra í vinnu. En það rættist þvílíkt úr veðrinu á föstudaginn og þegar ég var búin að vinna um 3 þá var komið blankalogn og sólskin og því ekki að ræða það að fara að húka inni og gera ekki neitt. Eftir að hafa samt hangið á sjoppunni í smá tíma á kjaftatörn við hina og þessa en þá aðallega þessa þá fór ég heim og tók niður tvær jólaseríur sem enn hengu utan á húsinu. Svo fór ég í að moka svalirnar og bílaplanið! Yfirfull af orku og bara svo gott að komast aðeins út eftir innihangið í veikindunum. Ætli klukkan hafi ekki verið að verða 7 þegar við mæðgur fórum loks inn, endurnærðar eftir útiveruna. Ég var eiginlega hálf löt um kvöldið en setti mynd á skjáinn, eitthvað sem ég fann á flakkaranum hjá mér. Mynd sem heitir The Caveman og er m.a. með Ringo Star í aðalhlutverki. Þessi mynd er alveg gjörsamlega fáránleg en engu að síður bráðfyndin á köflum. Ég var samt ekkert að festast yfir henni beint því ég var líka eins og vanalega hangandi á msn að spjalla við hina og þessa, en þó aðallega hina. Ég steinsofnaði svo yfir einhverri annarri vellu-mynd sem ég setti á. Ég gerði nú ekki mikið á laugardaginn sjálfann nema fara í sund. Var svo bara að dandalast eitthvað heima en fór út á bar um kvöldið með Helgu og Júllu. Ég ákvað að vera á bíl þar sem ég vildi ekki taka sjensinn á því að áfengið færi vel í mig. En það var svo sem ekkert að því að vera edrú svona einu sinni. Fór heim um 4 eftir að hafa kíkt smá eftirparty. Nörraðist svoldið í tölvunni þegar ég kom heim og vaknaði því ekki fyrr en um 10 í morgun þegar skæruliðinn æddi inn til mín og kveikti öll ljós!! Eitthvað sem ég þoli ekki, þegar ljósin eru kveikt þegar ég er sofandi. Friðurinn var því úti þannig að það var eins gott að fara á fætur og gera eitthvað gáfulegt. Ég er samt ekki búin að gera neitt mikið í dag nema þrífa, borða, æfa mig á gítarinn (alveg þörf á því) og svo settist ég aðeins niður og bjó til hálsmen og armbönd í safnið mitt. Planið í kvöld er að gera ekki neitt nema kvíða fyrir ferinni á Norðfjörð á morgun. Ég er sem sagt að fara í ómskoðun á morgun og athuga hvort það er gallsteinar sem eru og hafa verið að gera mér lífið leitt undanfari. Mér finnst alls ekki spennó að fara að keyra þangað út í rassg... en það verður víst að gerast. Ég verð kannski með menntaskólaskvísu með í för sem þarf að komast á Nobbann. En kannski ég slútti þessu bloggi og fari að elda!! Ég vil endilega að fleiri commenti hjá mér sem lesa þessa þvælu mína. Langar svo að vita hverjir eru að "fylgjast" með mér! Kveðja Drabban

3 comments:

Húsmóðir said...

Kíki öðru hvoru inn á bloggið þitt í gegn um síðuna hans Ingþórs.
Varð bara að gefa komment út af bílnum þínum, fyrsti bíllinn minn var Subaru Justy ( 95 módel)og hann komst allt og þá meina ég ALLT í hvaða veðri sem er.
kveðja úr Grindavík.
Birgitta Ingþórs og Gíslasystir

Anonymous said...

þú ert á bloggrúntinum hjá mér þ.a. ég kíki alltaf hér einstaka sinnum, keep up the good work.

Kv.
Gilsi

Anonymous said...

Kíki alltaf reglulega á þig. Hvernig var ferðin í Norðfjörðinn og hvað kom út úr skoðuninni?

Kv. Una