Jæja kominn tími á smá blogg. Ég hef nú ekki frá miklu að segja þar sem ég er búin að vera í rúminu í rúma viku! Nánast samfleytt en þó ekki. Ég er búin að vera að deyja í maganum frá því á þriðjudaginn síðasta og verkirnir voru svo gríðarlegir að ég kallaði út lækni tvisvar um helgina. Í fyrraskiptið fékk ég töflur sem áttu að byrja að virka á nokkrum dögum! Ég sem var sárkvalin og var ekkert tilbúin að líða þessar kvalir í nokkra daga í viðbót. Nú ég fór heim, leið svo sem ekkert betur ( kannski afþví að töflurnar sem ég fékk runnu út í ágúst 2006! )nema á laugardagsmorguninn var ég skítsæmileg og verkjalaus nánast og ákvað að harka af mér og fara með krakkann í íþróttahúsið í leikjatíma. Það gekk áfallalaust en klukkan hálf þrjú kom verkurinn aftur og um 9 leitið um kvöldið var hann orðinn svo gríðarlegur að mér var hætt að lítast á blikuna þannig að ég fór aftur til doksa, nema hvað að Auðbergur læknir var í fríi og mér mætti ungur, já já þokkalega huggulegur gaur í her/veiðifatnaði frá toppi til táa og með stórann hníf hangandi í beltinu og svona hálfann wriggley tyggjópakka uppi í sér! Mér leist ekki alveg á blikuna í fyrstu en svo þegar hann sagðist hafa verið að fara á tófuveiðar þá róaðist ég. Hann yfirheyrði mig um málið, lét mig fá fleiri lyf og sagði mér að hafa samband á mánudaginn ef ég yrði ekki betri. Ég var betri á mánudaginn en alls ekki góð svo ég hafði samband við doksann og hann sagðist ætla að panta fyrir mig í ómskoðun á Neskaupstað, til að kanna hvort þetta séu gallsteinar. Ég hef ekki fengið að vita ennþá hvort og hvenær ég á að mæta. Týpiskt að ég fái tíma loksins þegar ég verð orðin góð og svo seinna á allt eftir að blossa upp aftur. Þetta er alls ekki í fyrsta skiptið sem ég fæ svona verki. Síðast þá var ég send suður í ómskoðun nokkrum dögum eftir kastið og þá var auðvitað ekkert að sjá í ómskoðuninni!! En það er alveg á hreinu að ég sit ekki þegjandi og hljóðlaust í nokkra daga ef ég fæ þennan viðbjóð aftur!!! En nóg af veikindum. Kannski ég segi frekar frá því sem ég er búin að vera að gera meðan ég er búin að vera veik heima. Það er ekki langur listi... lesa, PRJÓNA, og liggja í sömu stellingunni uppi í rúmi í myrkri og kveljast. Ég hef varla haft rænu á að starta tölvunni og hvað þá að blogga! En þetta með að prjóna er víst ágætis afþreying þegar maður þarf að liggja í rúminu en reisa sig upp annað slagið. En mér hefur fundist ég vera eins og ekta gamalmenni undanfarið, prjóna og sef. Ég vona svo sannarlega að ég geti mætt í vinnuna á morgun, áður en ég tapa geðheilsunni á að hanga svona inni. Og ekki nóg með það því ég er svo sannarlega komin með LJÓTUNA á háu stigi. Þannig að ef einhver mætir mér á götu úti þá ekki láta ykkur bregða. En svona verður maður til lengdar eftir veikindi!
Ég er skíthrædd um að útvarpsvekjarinn sem hefur fylgt mér í ?? mörg ár eða síðan ég fermdist,,, ætli það hafi ekki verið 1991. Jesús hver man svona lagað. En allavega þá fékk ég hann frá Unni við hliðina (flutt reyndar). Þessi útvarpsvekjari fór m.a. með mér í menntó og stóð sig ljómandi vel við að koma mér á fætur þar til einn daginn þá fann ég svo skrítna lykt á skrifborðinu mínu þar sem þessi elska stóð. Skyndilega gaus upp reykur aftan á honum og ég var fljót að kippa honum úr sambandi. Það sem var að gerast var að leiðslan sem liggur inn í hann var að bráðna í sundur!! Ég var ýkt svekkt og hafði einhverra hluta vegna orð á því við Kalla heitinn vin minn. Hann var fljótur að bjóðast til að kíkja á hann en þar sem ég hafði nú ekki svo mikla trú á honum og rafmagnstækjum af því sem ég hafði heyrt um meðferð hans á slíkum hlutum þá fannst mér það í lagi að hann fengi hann því vekjarinn væri hvort sem er ónýtur. Þannig að hann fékk vekjarann og viku seinna rétti hann mér hann aftur ásamt nokkrum skrúfum og dóti og sagði,, Hann virkar en ég veit ekkert hvar þessar skrúfur og dót eiga að vera í honum". Ég hló nú bara og ákvað að prófa dæmið. Hristi hann (vekjarann sko) aðeins til og það hringlaði vel í honum og gerir reyndar enn. Setti hann í samband og viti menn hann svínvirkaði og gerir enn.!!!! Nema.... annað slagið þá fer hann að gefa frá sé hljóð líkt og mal í ketti eða miðstöðvarhljóð og það fer alveg í mínar fínustu nema ég fattaði það að það er nóg að banka aðeins í hann og þá hættir hann. En síðustu daga meðan ég hef verið heima og 90% af tímanum í rúminu með vekjarann við hliðina á mér þá hefur mér fundist hann "mala" full mikið. Kannski það að ég sé búin að vera tæp á geði!! held samt ekki en ég er búin að dangla svo mikið í greiið að ég held svei mér að hann sé að bregðast mér og deyja!! Hvað gera bændur þá? Ekki halda að ég sé að missa vitið á að blogga um útvarpsvekjarann minn en kannski ég þurfi bara smá útrás þar sem ég hef verið allt of mikið ein heima undanfarið!!! Nú vona ég að ég komist út á meðal manna sem fyrst svo ég verði ekki steiktari!!! Jæja enough!!!! Sendið mér comment ef ykkur finnst ég eiga heima á hæli eftir þetta blogg!! Kveðja Drabban
Wednesday, March 5, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Þú átt alla mína samúð og þú skalt bara berja í borðið og heimta sjúkraflutning ef svona skeður aftur.
Knús og kossar til ykkar allra í Hvoli
Ragnhildur
Nei nei Drabba mín .. þú ert sko enginn hælismatur þótt þú bloggir um klukkur af og til he he ég hef séð það verra og heyrt .. til dæmis hef ég heyrt konu hringja inní útvarð til að hrósa einhverjum helvítis kartöflum .. svo þú ert nú bara í fínum málum ..
já það er vonanadi a' það komi nú einhvað í ljós á nobbanum ! gangi þér nú bara vel esskan og finndi þér einn sætan lækni þarna .. (ef þeir eru nú til)
Kv Snæsan
Post a Comment