Sunday, April 27, 2008
Gleðilegt sumar
Gleðilegt sumar!!
Ég hélt svo sannarlega um daginn að sumarið væri komið með stæl þegar hér var sól og hiti í nokkra daga í röð og allir úti í garði að brasa eða þrífa bílana hátt og lágt. Ég gerði að sjálfsögðu bæði. Klippti runnana eins og brjálæðingur, þreif bílinn hátt og lágt og tók niður síðustu jólaseríuna sem ég hafði víst gleymt
i einum runnanum. Á föstudaginn þá fékk ég stóran pakka í pósti. Nýtt hlaupabretti þar sem hitt er búið að vera bilað í 5 mánuði og auk þess þá virkaði það aldrei almennilega. Var kannski búin að nota það í 4 klukkutíma þegar það dó! en nýja brettið lítur vel út. Ég var rosa bjartsýn á föstudagskvöldið og ákvað að prófa græjuna sem ég var búin að koma fyrir í bílskúrnum. Tegndi hátalara og bassabox alveg við brettið og tengdi ipodinn, byrjaði svo að labba svaka rösklega og taka smá skokk inn á milli. Ákvað að vera í svona hálftíma til að byrja með. En þar sem ég var með svo agalega hressa music eða það sem mundi flokkast undir píkupopp á háustigi þá bara gat ég ekki hætt og hélt áfram í klukkutíma rúmann. Var þá komin með störu af þreytu og ákvað að hætta áður en ég sofnaði og mundi slasa mig á brettinu! Kæmi svo sem ekkert á óvart að mér tækist það. Eins og kannski einhverjir muna þá tókst mér svo sannarlega að slasa mig á hinu brettinu í byrjun og var heppin að missa ekki 3 fingur! En vonandi er óheppnin hætt að fylgja mér og ég get farið að hreyfa mig. Það átti að sjálfsögðu að vera farin nokku aukakíló fyrir löngu eða síðan ég keypti hitt brettið en það hefur að sjálfsögðu ekki gerst þar sem það hefur verið bilað meira og minna. Þar sem ég tók svo vel á því á á föstudagskvöldið þá hafa harðsperrur og bakverkir orðið til þess að ég hef ekki getað farið á brettið í gær og í dag! byrjar vel. En ég er nú að liðkast aðeins eftir sjóðandi heitt bað í dag og ætti að geta gert eitthvað á morgun. Spurning um að fara hægar af stað og ná upp þoli í stað þess að gera út af mig strax. Í gærkvöld dró ég Auði og Ævar frænda með mér í Löngubúðina til að spjalla bara. Fengum okkur nú bara Pepsí og sátum í tvo tíma. Það var rosa næs hjá okkur. Það er svo ótrúlegt að maður skuli ekki vera duglegri að fara og heimsækja fólk hér á staðnum. Það er ekki eins og það taki neinn hálftíma að fara á milli. Þetta er svo mikill aumingjaskapur í mér að vera ekki duglegri að það hálfa væri nóg! En ég hef verið duglegri en síðustu ár. Í dag drifum við mæðgur okkur í að byrja að mála eldhúsið. Það verður tekin seinni umferð á morgun. Annað sem ég afrekaði um helgina er að ég tók að sjálfsögðu geymsluna og bílskúrinn í gegn. Það eru merki um að sumarið sé að koma þegar ég byrja á því. Tek hvort tveggja í gegn nokkrum sinnum á sumri og endurskipulegg!!!! Og hef svoooooo gaman að. Það er eitt sem ég hef ekki verið ánægð með undanfarið. Það er það að ég hef verið að vakna við hundagelt og hundaýlfur í nýja hundi nágrannans fyrir klukkan hálf átta á morgnana!!! ég verð bara pirruð!!!! Og um helgina var sama sagan!!! Hvenær fær maður að sofa út!!!! Ég er ekki mikill hundavinur og hef aldrei skilið þessa áráttu að eiga hunda eða ketti. Við hliðina eru komnir 2 hundar mér til mikils ama. Ég er samt ekki að vera neinn leiðindar nágranni og kvarta og kveina í nágrönunum. En ég vil fá að sofa á morgnana!! Jæja nóg í bili... Kveðja Drabban
p.s meðfylgjandi mynd er tekin á Öxinni um síðustu helgi. Þá var hún opnuð og ég brunaði hana og sótti múttu á Egilsstaði. Fékk stimpilin glanni frá konu héðan sem ég tók fram úr á leiðinni! fannst það bara hrós. En nógur er snjórinn þarna enn og bara gaman að keyra þarna.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
[url=http://www.ganar-dinero-ya.com][img]http://www.ganar-dinero-ya.com/ganardinero.jpg[/img][/url]
[b]Estas necesitando informacion sobre como ganar dinero[/b]
Hemos encontrado la mejor guia en internet de como trabajar en casa. Como nos ha sido de utilidad a nosotros, tambien les puede ser de interes para ustedes. No son solo formas de ganar dinero con su pagina web, hay todo tipo de metodos de ganar dinero en internet...
[b][url=http://www.ganar-dinero-ya.com][img]http://www.ganar-dinero-ya.com/dinero.jpg[/img][/url]Te recomendamos entrar a [url=http://www.ganar-dinero-ya.com/]Ganar-dinero-ya.com[/url][url=http://www.ganar-dinero-ya.com][img]http://www.ganar-dinero-ya.com/dinero.jpg[/img][/url][/b]
Post a Comment