Monday, May 5, 2008










Þá er hin árlega Hammondhátið liðin!
Á fimmtudaginn brunuðum við Júlla á Egilsstaði til að sækja Snædísi og Selmu Líf sem voru að koma í heimsókn. Snædís var að koma í boði okkar stelpnanna þar sem við gáfum henni flugmiða fram og til baka þegar við kvöddum hana þegar hún flutti héðan. Þar sem hún fékk ekki barnapíu fyrir sunnan þá tók hún litlu skvísuna með og þær gistu hjá mér. Við vorum komnar á Djúbban rúmlega 3 og þá var farið til Helgu og hitt allt liðið. Hjá henni voru komnar tvær vinkonur í heimsókn og við hinar hrúguðumst þangað líka. Svo var farið á kínahlaðborð í Við Voginn og troðið í sig. Við fórum svo allar snemma að sofa (ég vakti þó lengst). Á föstudaginn þurfti ég svo að vinna en Snæsan og Selman skruppu í heimsóknir hingar og þangað og svo þegar ég var búin að vinna fórum við aðeins á rúntinn, í mjólkurbúðina og svo heim að koma gríslingunum í háttinn. Við kíktum svo á Helguna í heimsókn og kíktum aðeins á hótelið. Svo var bara farið heim að sofa. Vöknuðum allt of snemma á laugardagsmorguninn (miðað við hvað við fórum seint að sofa) og vorum komnar í sjoppuna á mínútunni 11 til að fá okkur "þynnku"borgara. Rúntuðum svo og fórum svo heim að gera klárt fyrir kvöldið. Um kvöldið var svo grillpartý í Hvoli. Buðum nokkrum vinum í heimsókn þar sem við tróðum í okkur dýrindin grillmat og meðlæti. Drukkum flest léttvín með og komum okkur í stuð fyrir kvöldið en það var farið á hótelið að horfa á Samma og stórbandið hans. Heil 18 manna hljómsveit. Það var svaka stuð. Flott dæmi og svo tók við djamm og partý og það var komið mjöööööggg seint heim. Dagurinn í gær fór að mestu í að sofa og vera slöpp. Reyndi eins og ég gat í dag að ganga frá sem mestu, þvo þvott til að hafa eitthvað hreint með til New York enda fer ég í þá ferð á fimmtudaginn. Stefni að því að keyra suður eftir vinnu á miðvikudaginn og flýg út á fimmtudag! ég er orðin frekar spennt. Hefði viljað eyða aðeins minna á barnum um helgina en það þýðir víst ekki að tala um það! Ég tek Vísa vin minn með í ferðina og það á sennilega eftir að bjarga málunum ef ég kemst í verslunarstuð sem ég á mjög auðvelt með! Ég verð að reyna að pakka niður í kvöld og á morgun, lítill tími til þar sem ég þarf að fara á starfsmannafund eftir vinnu á morgun. Jæja nóg í dag. Kveðja Drabban
Meðfylgjandi myndir eru af matargestunum síðan á laugardaginn.

No comments: