Monday, May 19, 2008

New York!

Einhverra hluta vegna komu myndirnar allar í öfugri röð!
Fengið sér næringu á flugvellinum í New York eftir snilldar ferð

Hildur þreytta eftir nuddið

Frelsisstyttan fræga

Gellurnar í verslunarleiðangri

Íris og Æsa

Íris, Matta og Ásdís á Sushi staðnum

Beðið eftir að fara í útsýnissiglingu

Manhattan

Flogið um loftin blá

Empire state

Dagný, Sigurbjörg og Ég á sushistaðnum


Þá er maður búin að skreppa í stelpuferð til New York með 11 gellum úr menntó. það var svoooooo gaman. Fyndið nokk að aðstoðarflugmaður í ferðinni var jafnaldri okkar úr menntó. Við létum hann svo sannarlega vita af okkur og honum fannst þetta bara fyndin tilviljun. Við gistum á rosa fínu hóteli, borðuðum rosaflott 3 kvöldin og ferðuðumst með limmu fram og til baka eitt kvöldið. Það er ekki hægt að segja að það hafi mikið verið djammað enda ekki planað þannig séð en sumar kíktu á staði en ÉG fór með þeim fyrstu heim öll kvöldin. Það er vitað mál að hjá mér fer áfengi og að vakna snemma og gera eitthvað ekki saman. Ég tók því verslanirnar og endalausa göngu fram yfir djammið. Verslaði smá en engin ósköp. Fórum í útsýnissiglingu og sáum allt það helsta eins og Frelsisstyttuna og svona. Ætluðum svo að skoða eftirmerki tvíburaturnana en það var búið að loka það allt af þar sem þar eru miklar framkvæmdir í gangi þar sem verið er að fara að byggja aðra byggingu þar. Fórum á röltið í Soho þar sem nóg er af búðum. Ég var svo dauð í fótunum eftir allt labbið að þegar við komum á flugvöllinn í New York þá var þar nuddstofa og ég og ein skelltum okkur í nudd. Ég fékk að sitja í nuddstól í svona 20 mínútur og keypti mér svo fótanudd og það var bara geðveikt!!! Hefði svo getað lagt mig í 2 tíma meðan gaurinn nuddaði mig! Mæli með þessu ef einhver er á ferðinni þangað. Ég ætlaði að kaupa mér geislaspilara í bílinn úti, og þá Kenwood en það var bara engin verslun með slíkt! Endað því á að kaupa mér Panasonic spilara í fríhöfninni. Var einn og hálfa dag í bænum eftir að ég kom heim. Keypti mér nýjar álfelgur undir bílinn ( þær einu sem til voru á höfuðborgasvæðinu í 15" undir Subaru), dekk og er nú komin á ný dekk og felgur en vantar ískyggilega einhvern til að tengja fyrir mig spilarann í bílinn og hátalarana svo ég geti farið að gellast. Það er svo hellingur að gerast hjá mér á næstunni, nenni ekki að segja frá því núna. Lét nokkrar myndir fljóta með úr ferðinni. Eg var svo sem minnst með myndavélina á lofti og á eftir að fá copys frá stelpunum. Ég týmdi nefninlega ekki að fara með nýju vélina með mér, enda sjálfsagt gefist fljótt upp á að dröslast með hana í búðir! Kveðja Dröfn

5 comments:

Anonymous said...

Greinilega mikið stuð í ammríku.
Hvernig myndavél áttu kona??

Anonymous said...

Canon EOS 400D minnir mig að hún heiti.(er í vinnunni að svara þér og ekki með vélina) þrusugóð vél og ég er að stefna á að fara á tveggja kvölda námskeið í næsta mánuði að læra á stillingarnar!

Sigurjón V. said...

Alltaf gaman að ferðast. Nú fæ ég að koma með næst!

Drabban said...

Ég væri svooo til í að hafa þig með næst Bóbó minn!!

Drabban said...
This comment has been removed by the author.