Monday, June 2, 2008

Búin að ráða mig í aðra vinnu!!


Ætli það sé ekki kominn tími á smá blogg hér! Ég hef nú lítið gerts síðan ég kom að utan fyrir utan það að segja upp vinnunni á leikskólanum, búin að vera á leiðinni til þess síðan desember 2005 en þar sem mér hefur ekki staðið nein betri vinna til boða þá hef ég strögglað þarna í tæp 3 ár. Ástæðan fyrir því að ég er búin að segja upp er sú að þar sem mamma er búin að segja upp sem framkvæmdastjóri í sinni eigin verslun, og starfið hennar var auglýst en enginn sótti um nema ég og Helga vinkona í sameiningu þá vorum við ráðnar og erum sem sagt að taka við 1.september. Við erum reyndar byrjaðar að skipta okkur af,en þó með góðu samþykki hinna og erum strax búnar að knýja fram smá breytingar og erum með nokkrar þrælsniðugar hugmyndir sem við eigum eftir að koma á síðar og verða ekki gefnar upp strax. Mamma var svo fegin þegar við sóttum um bæði vegna þess að hún vill losna út og var ekki að sjá það gerast meðan enginn sótti um en svo þegar við fengum þessa snilldar hugmynd og bárum hana upp við múttu þá leist henni svo vel á. Maður er aldeilis búin að fá hamingjuóskir og meira að segja knús og kossa frá fólki sem líst svona dæmalaust vel á að við Helga tökum við þessu. Nú getum við varla beðið eftir að taka við þessu. VIð erum samt alveg sammála um það að við eigum svo eftir að sakna krakkanna okkar á leikskólanum. Það er alveg yndislegt að vinna með börnum en það er svo illa borgað að það hálfa væri nóg. Framundan hjá okkur er að læra ýmislegt nýtt eins og að reikna út laun og allskins launavinna sem maður hefur aldrei komið nálægt. Ég hef nú sem betur fer talsverða reynslu á ýmsu þarna í versluninni þannig að ég er ekki alveg að æða út í eitthvað nýtt. Það er bara bókhaldið sem ég kann ekki. Það er búið að vera rosalega gott veður hér fyrir austan undanfarið en einhverra hluta vegna þá fæ ég alveg afskaplega lítinn lit! Hundsvekkt yfir því en það á nú kannski eitthvað eftir að ráðast úr því þar sem sumarið er jú rétt að byrja. Það er nú samt sorglegt hvað það er oft þoka hér á sumrin en hún er ekki enn farin að láta sjá sig. Plönin mín um sumarfríið mitt dóu þegar mér var tilkinnt að ég fengi ekki sumarbústaðinn sem ég sótti um í Grundafirðinum. Það er ættarmót hér 11-13 júlí sem ég verð auðvitað á en annað er óplanað. Ég veit það bara að ég ætla að gera eitthvað skemmtilegt en ódýrt þar sem ég er skít blönk eftir ferðina til New York og svo var ég líka að kaupa mér felgur, geislaspilara svona í bílinn og stefni að þvi að fara á stutt ljósmyndanámskeið eftir nokkra daga til að læra á nýju vélina mína. þarf reyndar annaðhvort að fara á Höfn eða Egilsstaði til þess en þetta er spurningin um að hóa saman liði í einn bíl og deila bensínkostnaði. Jæja best að fara að sofa. Þarf víst að ná upp svefni eftir sjómannadagshelgina, maður fór víst á djammið þar sem loksins var eitthvað um að vera hér. Birna Sif dóttir Snæbjörns (og ein af keppendunum úr Bandinu hans Bubba) var að spila ásamt hljómsveit. Þrusu stemmari og ég dansaði og dansaði! Fór í eftirpartý og alles eftir að hafa horft á létt slagsmál, eitthvað sem gerist aldrei hér!!!! Alvöru sjómannadagsstemmari og fínt! Nætí næt!!! kveðja Drabban

8 comments:

Anonymous said...

Frábært, til lukku með nýju vinnUna ;)

Anonymous said...

Til hamingju með vinnuna, er sjálfur í svona brasi, skipa um vinnu og prufa nýja hluti. Gangi þér vel.

Anonymous said...

takk takk fyrir! ég er öll glöð með þetta

Anonymous said...

Til hamingju með nýju vinnuna, en hvað það eru skemmtilegir tímar framundan hjá ykkur skvísunum....nú verð ég að kíkja austur í sumar engin spurning ;o)

Kv. Eydís

Anonymous said...

iss nú verð ég að koma og kaupa mér gotterí á Djúpó, er ánægð með þig.
Kveðja Berglind G

Regína said...

Spennó með nýju vinnunna!

Bið að heilsa í sveitina.

Regína said...

Til hamingju með daginn!

Anonymous said...

TIl HAMINGJU MEÐ DAGINN SKVÍSA =)

KV ALLIR Í HLÍÐARHÚSI