Sunday, June 22, 2008

Trallalalalala!


Jæja blogga hvað? ekki alveg að nenna þessu þessa dagana. Reyni að gera eitthvað meira af viti eins og að bera í pallinn, slá, skipuleggja nýju vinnuna, hanga úti með vinkonum, eða bara allta annað en hanga í tölvunni eins og ég hef verið allt of duglega við í vetur. Það sem hefur gerst í mínu lífi undanfarið er ekki mikið fyrir utan það að ég er ekki lengur 30 ára, heldur varð ég 31 árs á fimmtudaginn. Merkilegt hvað ég er hætt að fá kvíðaköst fyrir afmælin mín eftir að ég hætti að vera 20 og eitthvað. Það að verða 30 var svakalegt en ég var svo chilluð fyrir þetta afmæli. Henti í eina köku og svona og bauð nánast engum í kaffi. Það komu þó einhverjir og það var ljómandi gaman. Mér fannst algjör snilld að ég fékk frá Ævari frænda mínum skopparakringlu sem var bara fyndið því fyrir svona 29 árum þá fékk hann svona skopparakringlu í jólagjöf og þegar ég kom í heimsókn (um 2ára) þá reif ég hana af honum og lék mér með hana eins og ég ætti hana. Ég var svo mikið stærri og sterkari (þá allavega, veit ekki með núna) hann var svo fúll og í öll þessi ár þá hefur hann alltaf verið að minnast á þetta og verið (innst inni) enn fúll við mig yfir að hafa rifið af honum. Þannig að núna á ég mína eigin skopparakringlu og ég er sko búin að bjóða Ævari (Omsa) frænda að koma og fá að prófa mína án þess að rífa hana af honum. Þetta er svona meira persónulegur húmor en mér finnst þetta bara fyndið. Framundan hjá mér er svo bara að telja niður í sumarfrí, reyna að gera eitthvað skemmtilegt í því. Telja niður dagana í nýju vinnuna mína. Reyna að njóta lífsins og vera hress og kát, sem gegnur ótrúlega vel eitthvað þessa dagana. Ég er svo ánægð með myndavélina mína að ég er alltaf að plana að labba hingað og þangað til að fara að taka myndir. Erfiðara að drullast af stað og fara en ég er á leiðinni! Búin að sitja óvenjulega mikið á svölunum undanfarið, sleikt sólina sem samt hefur ekki skilið eftir sig nein ummerki um það í andlitinu á mér frekar en öðrum hlutum líkamans. Ég bara verð ekki brún! Jæja það er um að gera að koma sér í svefn. Þreytt, enda búin að drekka smá hvítvín í kvöld með Helgu og Írisi og spjalla, ótrúlega næs að fara og hitta þær. Klukkan að verða 2 um nótt og ég orðin svaka þreytt. Fór í sund í morgun, fór í skógræktina á skógardaginn og er svo þreytt. Góða nótt alle sammen!! kveðja Drabban

No comments: